Fótbolti

Paolo Maldini: AC Milan hræðist leikinn við Shamrock Rovers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paolo Maldini hefur miklar áhyggjur af leiknum í Dublin.
Paolo Maldini hefur miklar áhyggjur af leiknum í Dublin. Getty/Marco Luzzani

Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik.

Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins.

AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik.

Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili.

„Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini.

Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar.

Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn.

Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni.

Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0.

Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×