Ashley í „stríð“ við ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 16:00 Mike Ashley, eigandi Newcastle United, er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins sem haga lengi viljað losna við hann. Getty/James Williamson Eigandi Newcastle United ætlaði að vera búinn að selja félagið og er mjög ósáttur út í framgöngu ensku úrvalsdeildarinnar í hans máli. Mike Ashley, eigandi Newcastle United, ætlar að lögsækja ensku úrvalsdeildina vegna þess að sala hans á félaginu varð að engu í sumar. Independent slær þessu upp og aðrir enskir miðlar fjalla líka um málið. Mike Ashley hefur þegar ráðið sér lögfræðinga í fremstu röð til að fara með mál hans. Ashley heldur því fram að enska úrvalsdeildin hafi ekki haft neina rétt á því að loka á söluna. Blackstone Chambers lögfræðistofan er komið með málið í sínar hendur. Meet Nick De Marco - Mike Ashley's legal representative and the go-to for anyone who wants a sports lawyer | @mcgrathmike https://t.co/tksyRQJ2KP— Telegraph Football (@TeleFootball) September 14, 2020 Kaupendurnir áttu að vera Saudi Arabia's Public Investment Fund og eigendahópur undir stjórn Amöndu Staveley. Sádarnir áttu að eignast 80 prósent en hinn hópurin hin tuttugu prósentin. Í síðustu viku sagðist enska úrvalsdeildin vera bæði vonsvikin með og hissa á því að Newcastle væri að saka stjórnendur deildarinnar um að hafa ekki hagað sér á réttan hátt hvað varðar yfirtöku fjárhagsfélagsins frá Sádí Arabíu. Newcastle hafði þá sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sakaði Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar, um að hafa ekki unnið að málinu á viðeigandi hátt. Mannréttindabrot í Sádí Arabíu sem og ólöglegt streymi af leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í landinu voru það sem stoppaði kaupin. Sources say Mike Ashley has been told he has a strong case for legal action against Premier League as NUFC accuses Richard Masters of not acting appropriately during failed £300m takeover attempt by Saudi-led consortium https://t.co/GENTWULaTw https://t.co/xYjFMB8jLI— Craig Hope (@CraigHope_DM) September 9, 2020 Þessi málsókn er dæmi um orðastríð sem hefur magnast á milli Newcastle United og ensku úrvalsdeildarinnar síðan að ekkert varð að kaupunum í júlí. Mike Ashley er ekki enn búinn að gefa upp vonina um að geta selt Sádunum Newcastle United fyrir 300 milljónir punda eða rúma 52 milljarða íslenskra króna. Hann virðist líta á sem svo að lögsóknin muni hjálpa honum að ná því fram. Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Eigandi Newcastle United ætlaði að vera búinn að selja félagið og er mjög ósáttur út í framgöngu ensku úrvalsdeildarinnar í hans máli. Mike Ashley, eigandi Newcastle United, ætlar að lögsækja ensku úrvalsdeildina vegna þess að sala hans á félaginu varð að engu í sumar. Independent slær þessu upp og aðrir enskir miðlar fjalla líka um málið. Mike Ashley hefur þegar ráðið sér lögfræðinga í fremstu röð til að fara með mál hans. Ashley heldur því fram að enska úrvalsdeildin hafi ekki haft neina rétt á því að loka á söluna. Blackstone Chambers lögfræðistofan er komið með málið í sínar hendur. Meet Nick De Marco - Mike Ashley's legal representative and the go-to for anyone who wants a sports lawyer | @mcgrathmike https://t.co/tksyRQJ2KP— Telegraph Football (@TeleFootball) September 14, 2020 Kaupendurnir áttu að vera Saudi Arabia's Public Investment Fund og eigendahópur undir stjórn Amöndu Staveley. Sádarnir áttu að eignast 80 prósent en hinn hópurin hin tuttugu prósentin. Í síðustu viku sagðist enska úrvalsdeildin vera bæði vonsvikin með og hissa á því að Newcastle væri að saka stjórnendur deildarinnar um að hafa ekki hagað sér á réttan hátt hvað varðar yfirtöku fjárhagsfélagsins frá Sádí Arabíu. Newcastle hafði þá sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sakaði Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar, um að hafa ekki unnið að málinu á viðeigandi hátt. Mannréttindabrot í Sádí Arabíu sem og ólöglegt streymi af leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í landinu voru það sem stoppaði kaupin. Sources say Mike Ashley has been told he has a strong case for legal action against Premier League as NUFC accuses Richard Masters of not acting appropriately during failed £300m takeover attempt by Saudi-led consortium https://t.co/GENTWULaTw https://t.co/xYjFMB8jLI— Craig Hope (@CraigHope_DM) September 9, 2020 Þessi málsókn er dæmi um orðastríð sem hefur magnast á milli Newcastle United og ensku úrvalsdeildarinnar síðan að ekkert varð að kaupunum í júlí. Mike Ashley er ekki enn búinn að gefa upp vonina um að geta selt Sádunum Newcastle United fyrir 300 milljónir punda eða rúma 52 milljarða íslenskra króna. Hann virðist líta á sem svo að lögsóknin muni hjálpa honum að ná því fram.
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira