Messi fékk milljarði meira en Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 09:00 Cristiano Ronaldo við hlið Lionel Mess á verðlaunahátíð UEFA í tengslum við dráttinn í Meistaradeildinni. Getty/Harold Cunningham Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira