Fundu fullkomlega varðveittan ísaldarbjörn í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 15:55 Hræið er nær fullkomlega varðveitt, þar á meðal tennur og trýni hellisbjarnarins. NEFU RIAEN Hreindýrahirðar í Síberíu fundu fullkomlega varðveitt hræ hellisbjarnar, útdauðrar bjarnartegundar frá ísöld, í þiðnandi sífrera. Tennur og trýni skepnunnar er enn í heilu lagi. Fundurinn þykir stórmerkilegur enda höfðu menn aðeins fundið bein úr hellisbjörnum fram að þessu. Hræið fannst á Bolshoj Ljakhovkíj-eyju sem er hluti af Nýsíberíska eyjaklasanum á milli Laptev-hafs og Austur-Síberíuhafs norðan við Síberíu. Í tilkynningu frá vísindamönnum við Norðausturalríkisháskólann í Jakútsk segir að uppgötvunin sé sú eina sinnar tegundar. „Hann er algerlega varðveittur með öll innri líffærin á sínum stað, jafnvel nefið á honum. Þessi fundur skiptir allan heiminn miklu máli,“ segir Lena Grigorieva, einn vísindamannanna. Bráðabirgðagreining á hræinu bendir til þess að það sé af fullorðnum hellisbirni sem lifði fyrir 22.000 til 39.500 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hellisbirnir urðu útdauðir fyrir um 15.000 árum. Vel varðveitt hræ hafa komið undan bráðnandi sífrera í Síberíu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna á undanförnum árum, þar á meðal af loðfílum, ísaldarfolaldi, hvolpum og hellisljónaungum. Vísindamenn vonast til þess að ná DNA-sýni úr hræi hellisbjarnarhúns sem fannst á meginlandi Rússlands í Jakútíu nýlega. Hellisbirnir dóu út á síðasta ísaldarskeiði.NEFA/AP First ever preserved grown up cave bear - even its nose is intact - unearthed on the Arctic island. Separately at least one preserved carcass of a cave bear cub found on the mainland of Yakutia, with scientists hopeful of obtaining its DNA https://t.co/GCVpvc0DSy pic.twitter.com/Z65E9ktJZd— The Siberian Times (@siberian_times) September 12, 2020 HUGELY EXCITING! A cave bear carcass has been recovered from the permafrost on an Arctic island - the first and only find of its kind. The preservation is remarkable; all internal organs are present. And that nose! Wonderful NEFU https://t.co/U6nayPIsIp pic.twitter.com/gzggoCyHmA— The Ice Age (@Jamie_Woodward_) September 12, 2020 Vísindi Dýr Rússland Norðurslóðir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Hreindýrahirðar í Síberíu fundu fullkomlega varðveitt hræ hellisbjarnar, útdauðrar bjarnartegundar frá ísöld, í þiðnandi sífrera. Tennur og trýni skepnunnar er enn í heilu lagi. Fundurinn þykir stórmerkilegur enda höfðu menn aðeins fundið bein úr hellisbjörnum fram að þessu. Hræið fannst á Bolshoj Ljakhovkíj-eyju sem er hluti af Nýsíberíska eyjaklasanum á milli Laptev-hafs og Austur-Síberíuhafs norðan við Síberíu. Í tilkynningu frá vísindamönnum við Norðausturalríkisháskólann í Jakútsk segir að uppgötvunin sé sú eina sinnar tegundar. „Hann er algerlega varðveittur með öll innri líffærin á sínum stað, jafnvel nefið á honum. Þessi fundur skiptir allan heiminn miklu máli,“ segir Lena Grigorieva, einn vísindamannanna. Bráðabirgðagreining á hræinu bendir til þess að það sé af fullorðnum hellisbirni sem lifði fyrir 22.000 til 39.500 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hellisbirnir urðu útdauðir fyrir um 15.000 árum. Vel varðveitt hræ hafa komið undan bráðnandi sífrera í Síberíu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna á undanförnum árum, þar á meðal af loðfílum, ísaldarfolaldi, hvolpum og hellisljónaungum. Vísindamenn vonast til þess að ná DNA-sýni úr hræi hellisbjarnarhúns sem fannst á meginlandi Rússlands í Jakútíu nýlega. Hellisbirnir dóu út á síðasta ísaldarskeiði.NEFA/AP First ever preserved grown up cave bear - even its nose is intact - unearthed on the Arctic island. Separately at least one preserved carcass of a cave bear cub found on the mainland of Yakutia, with scientists hopeful of obtaining its DNA https://t.co/GCVpvc0DSy pic.twitter.com/Z65E9ktJZd— The Siberian Times (@siberian_times) September 12, 2020 HUGELY EXCITING! A cave bear carcass has been recovered from the permafrost on an Arctic island - the first and only find of its kind. The preservation is remarkable; all internal organs are present. And that nose! Wonderful NEFU https://t.co/U6nayPIsIp pic.twitter.com/gzggoCyHmA— The Ice Age (@Jamie_Woodward_) September 12, 2020
Vísindi Dýr Rússland Norðurslóðir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira