Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 10:22 Zhenhua er talið nota gervigreind til að grafa eftir persónuupplýsingum á netinu. Vísir/Getty Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim. Kína Ástralía Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim.
Kína Ástralía Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira