Enski boltinn

Mourinho: Við vorum latir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho vísir/Getty

Tottenham fer ekki af stað með pompi og pragt í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði 0-1 fyrir Everton á heimavelli í dag.

„Ég er vonsvikinn með frammistöðuna. Eftir markið höfðu Everton öll völd. Vandamál okkar byrjaði á því hvernig við pressuðum þá ekki. Pressan okkar var mjög slæm. Þetta var letileg pressa,“ sagði Mourinho.

Ein skærasta stjarna Tottenham, enski miðjumaðurinn Dele Alli, var tekinn af velli í leikhléi.

„Það var taktísk ákvörðun að taka Dele Alli útaf. Gomes og Doucoure voru að pressa hátt uppi og höfðu mikið svæði. Við þurfum fleiri menn þangað,“ sagði Mourinho sem er þó hvergi af baki dottinn.

„Ég mun vera heiðarlegur við leikmennina mína og segja hluti við þá sem ég segi ekki við ykkur. En ég mun líka segja þeim að halda áfram að vinna og það er ekki mikill tími til að hugsa um þennan leik. Við eigum útsláttarleik í Evrópudeildinni á fimmtudag svo það er enginn tími til að gráta og kvarta,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×