Fótbolti

„Ó­trú­legur dagur fyrir banda­rískan fót­bolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harrison fagnar í gær.
Harrison fagnar í gær. vísir/getty

„Ótrúlegur dagur fyrir bandarískan fótbolta.“ Svona byrja tíst fjölmiðlamannsins Roger Bennett frá því í gær en Bennett stýrir þættinum vinsæla Men In Blazers og er mikill Íslandsvinur.

Það voru margir bandarískir knattspyrnumenn sem voru í eldlínunnni í gær og flest augun voru væntanlega á Englandi þar sem Jack Harrison skoraði fyrir Leeds.

Harrison jafnaði metin fyrir Leeds á Anfield eftir tólf mínútur er hann skoraði með laglegu marki í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Hann er þó ekki Bandaríkjamaður.

Hann kom í gegnum akademíu New York City FC sem Guðmundur Þórarinsson er samningsbundinn.

Það var ekki einu góðu tíðindin fyrir Bandaríkin í gær því Konrad De La Fuente varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila fyrir Barcelona er liðið spilaði sinn fyrsta opinbera æfingaleik undir stjórn Ronald Koeman í gær.

Alex Morgan, ein besta knattspyrnukona heims, skrifaði einnig undir samning við Tottenham sem eru risa stórar fréttir og Josh Sargent skoraði fyrir þýska liðið Werder Bremen í bikarnum.

Það virðist vera mikill uppgangur í bandaríska fótboltanum og verður fróðlegt að fylgjast með landsliði þeirra næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×