Fótbolti

Salah hirti met af Wayne Rooney í gær

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Salah tryggir sigurinn í gær.
Salah tryggir sigurinn í gær. vísir/Getty

Mohamed Salah var maðurinn á Anfield í gær þegar Liverpool vann 4-3 sigur á Leeds United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Salah gerði þrjú mörk í leiknum, tvö þeirra af vítapunktinum og skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 87.mínútu leiksins í bráðfjörugum leik.

Liverpool hefur nú unnið í síðustu 35 skipti sem Egyptinn hefur verið á skotskónum í ensku úrvalsdeildinni og eignaði hann sér þar með met Manchester United goðsagnarinnar Wayne Rooney.

Rooney, sem er markahæsti leikmaður í sögu Man Utd, átti áður metið en frá september 2008 til febrúar 2011 skoraði hann bara í sigurleikjum, í 34 skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×