„Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2020 21:00 Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna og einna mest í Wasington og Kaliforníu. Formaður Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu er búsett í Oakland sem er við austurstönd San -Francisco flóa. Hún segir loftmengun á svæðinu hafa verið gríðarleg síðustu daga. Ragna Árný Lárusdóttir formaður Íslendingafélagsins í Norður-KaliforníuVísir „Það eru eldar sem umkringja allt flóa svæðið þannig að það kemur reykur alls staðar frá. Þá er búið að setjast óvenju mikið að ryki því það er nánast enginn vindur á svæðinu. Loftgæðin eru því alveg hræðileg og síðustu daga hefur fólk verið beðið að halda sig inni. Það eru ekki bara skógar-og gróður sem brenna hér allt í kring heldur líka húsnæði verksmiðjur, bílar þannig að það eru alls konar eiturefni sem blandast inní þetta,“ segir Ragna. Ragna segir ástandið óvenju slæmt núna en síðustu ár hafa skógareldar geysað á hverju hausti. „Skógareldarnir hafa venjulega byrjað seinna. Það sem er hræðilegt núna er að ef það fer ekki að rigna geta komið fleiri eldar allt fram í nóvember. Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand,“ segir Ragna. Hún segir að þetta leggist ofan á fleiri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú er fjöldi fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafast við í skemmum. Þar er ekki hægt að viðhafa tveggja metra reglu eða passa uppá sóttvarnir eins og þarf í þessum faraldri,“ segir Ragna. Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að sex manns hafi látist og tuga sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar, fjöldi heimila hefur brunnið til grunna en allt að 40 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín, hálf milljón manns eru í viðbragðsstöðu og 2.5 milljón hektarar lands hafa brunnið. Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna og einna mest í Wasington og Kaliforníu. Formaður Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu er búsett í Oakland sem er við austurstönd San -Francisco flóa. Hún segir loftmengun á svæðinu hafa verið gríðarleg síðustu daga. Ragna Árný Lárusdóttir formaður Íslendingafélagsins í Norður-KaliforníuVísir „Það eru eldar sem umkringja allt flóa svæðið þannig að það kemur reykur alls staðar frá. Þá er búið að setjast óvenju mikið að ryki því það er nánast enginn vindur á svæðinu. Loftgæðin eru því alveg hræðileg og síðustu daga hefur fólk verið beðið að halda sig inni. Það eru ekki bara skógar-og gróður sem brenna hér allt í kring heldur líka húsnæði verksmiðjur, bílar þannig að það eru alls konar eiturefni sem blandast inní þetta,“ segir Ragna. Ragna segir ástandið óvenju slæmt núna en síðustu ár hafa skógareldar geysað á hverju hausti. „Skógareldarnir hafa venjulega byrjað seinna. Það sem er hræðilegt núna er að ef það fer ekki að rigna geta komið fleiri eldar allt fram í nóvember. Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand,“ segir Ragna. Hún segir að þetta leggist ofan á fleiri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú er fjöldi fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafast við í skemmum. Þar er ekki hægt að viðhafa tveggja metra reglu eða passa uppá sóttvarnir eins og þarf í þessum faraldri,“ segir Ragna. Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að sex manns hafi látist og tuga sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar, fjöldi heimila hefur brunnið til grunna en allt að 40 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín, hálf milljón manns eru í viðbragðsstöðu og 2.5 milljón hektarar lands hafa brunnið.
Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira