Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2020 13:20 Patrice Lumumba var handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins. Hann var síðar ráðinn af dögum. Getty Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og var líki hans eytt, að frátalinni einni tönn. Dóttir Lumumba hefur barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins, það er Austur-Kongó, og segir hún niðurstöðu dómstólsins táknrænan og „mikinn sigur“ fyrir þjóðina. Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Líkinu eytt Lumumba var hins vegar handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var svo ráðinn af dögum af aðskilnaðarsinnum í janúar 1961 og er talið að lík hans hafi svo verið sagað í sundur og leyst upp í sýru í tilraun til að koma í veg fyrir að gröf hans yrði mögulega að áfangastað pílagríma. Lögreglumaður sem átti að hafa átt þátt í að eyða líkinu á að hafa rifið tönn úr Lumumba og svo farið með tönnina til Belgíu. Tönnin hefur svo verið í fórum fjölskyldu mannsins æ síðan. Tönnin sé úr Lumumba Talsmaður saksóknaraembættis í Belgíu, Eric Van Duyse, segir að ekki verði tekið lífsýni úr tönninni þar sem slík framkvæmd myndi eyðileggja sjálfa tönnina. Yfirvöld séu þó ekki í nokkrum vafa – tönninn sé úr Lumumba. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í langi ábyrgð bæði bandarískra og belgískra stjórnvalda, vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum. Belgía Austur-Kongó Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og var líki hans eytt, að frátalinni einni tönn. Dóttir Lumumba hefur barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins, það er Austur-Kongó, og segir hún niðurstöðu dómstólsins táknrænan og „mikinn sigur“ fyrir þjóðina. Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Líkinu eytt Lumumba var hins vegar handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var svo ráðinn af dögum af aðskilnaðarsinnum í janúar 1961 og er talið að lík hans hafi svo verið sagað í sundur og leyst upp í sýru í tilraun til að koma í veg fyrir að gröf hans yrði mögulega að áfangastað pílagríma. Lögreglumaður sem átti að hafa átt þátt í að eyða líkinu á að hafa rifið tönn úr Lumumba og svo farið með tönnina til Belgíu. Tönnin hefur svo verið í fórum fjölskyldu mannsins æ síðan. Tönnin sé úr Lumumba Talsmaður saksóknaraembættis í Belgíu, Eric Van Duyse, segir að ekki verði tekið lífsýni úr tönninni þar sem slík framkvæmd myndi eyðileggja sjálfa tönnina. Yfirvöld séu þó ekki í nokkrum vafa – tönninn sé úr Lumumba. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í langi ábyrgð bæði bandarískra og belgískra stjórnvalda, vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum.
Belgía Austur-Kongó Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira