Enski boltinn

Lífið á bak við tjöldin í sjö marka generalprufu meistaranna í Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino fagnar með liðsfélögum sínum Naby Keita og Mohamed Salah.
Roberto Firmino fagnar með liðsfélögum sínum Naby Keita og Mohamed Salah. Getty/ John Powell

Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds United í fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Margir velta því fyrir sér hvort að lærisveinar Jürgen Klopp geti tekið upp þráðinn frá frábæru síðasta tímabili þar sem liðið endaði þrjátíu ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitlinum.

Liverpool hefur ekki bætt mikið við sig á leikmannamarkaðnum og Klopp virðist ætla að treysta að mestu á leikmannahópinn sem vann ensku deildina með átján stiga mun á síðustu leiktíð.

Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðunni í síðasta æfingaleiknum fyrir fyrstu umferðina.

Í „Inside Anfield“ á Youtube síðu Liverpool má sjá svipmyndir frá generalprufu Liverpool liðsins sem var æfingaleikur á móti Blackpool á Anfield.

Liverpool liðið vann leikinn 7-2 eftir að hafa verið 2-0 undir eftir 42 mínútna leik. Jürgen Klopp vakti sína menn með hálfleiksræðunni og hans menn svöruðu með sjö marka seinni hálfleik.

Sjö mismundandi leikmenn Liverpool voru á skotskónum í leiknum eða þeir Sadio Mane, Roberto Firmino, Harvey Elliott, Divock Origi, Takumi Minamino og Sepp Van den Berg.

Divock Origi, Takumi Minamino, Roberto Firmino og Harvey Elliott gáfu allir líka stoðsendingu í þessum leik.

Myndbandið um lífið á bak við tjöldin í sjö marka generalprufu meistaranna í Liverpool má sjá hér fyrir neðan. Þar má sjá meðal annars mörk Liverpool liðsins í leiknum sem og svipmyndir frá því fyrir og eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×