Enski boltinn

Fór að láni frá Chelsea eftir tvennuna gegn Íslandi

Sindri Sverrisson skrifar
Michy Batshuayi var Íslendingum afar erfiður á þriðjudagskvöld.
Michy Batshuayi var Íslendingum afar erfiður á þriðjudagskvöld. VÍSIR/GETTY

Michy Batshuayi, sem lék Íslendinga grátt í 5-1 sigri Belga í Þjóðadeildinni í vikunni, hefur verið lánaður frá Chelsea til Crystal Palace út komandi leiktíð. Batshuayi skoraði tvö mörk gegn Íslandi.

Batshuayi er orðinn 26 ára gamall en kom til Chelsea árið 2016 frá Marseille fyrir 33 milljónir punda. Hann samdi þá til fimm ára en skrifaði undir framlengingu til eins árs um leið og hann samþykkti að fara að láni til Palace. Palace mun eiga möguleika á að eignast Batshuayi þegar lánsdvölinni lýkur.

Framherjinn kannast vel við sig hjá Palace því þar skoraði hann sex mörk í 13 leikjum tímabilið 2018-19, sem lánsmaður. Hann hefur einnig verið lánaður til Dortmund og Valencia þann tíma sem hann hefur verið á mála hjá Chelsea.

Chelsea keypti þýska framherjann Timo Werner frá RB Leipzig í sumar og samdi við hann til fimm ára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×