„Örvæntingaróp frá Íslandi“ til umfjöllunar á Sky Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 08:21 Adam Parsons, fréttamaður Sky News, á Breiðamerkurjökli. SKjáskot/Youtube Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Greinin er birt undir fyrirsögninni Örvæntingarfullt kall á hjálp frá Íslandi: „Jöklarnir okkar eru hitamælir heimsins – og þeir eru að hverfa“ en í henni lýsir fréttamaður Sky ferð sinni upp á Breiðamerkurjökul í fylgd íslensks jöklafræðings. Umfjöllunin hefst á því að rætt er við Hauk Einarsson leiðsögumann sem farið hefur með ferðamannahópa á Vatnajökul. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa þurrkað viðskiptin út á vormánuðum og aftur nú í ágúst en hann fylgir fréttamanni Sky að Breiðamerkurjökli. „Jökullinn væri við hliðina á veginum fyrir hundrað árum. Í stað þess, eftir að hafa hopað í heila öld, er hann yfir átta kílómetra í burtu,“ segir í umfjöllun Sky. „Jökullinn hefur smám saman bráðnað í burtu síðustu öldina, hörfað. Nú virðist hann bráðna hraðar en nokkru sinni fyrr.“ Fréttamaður Sky hittir fyrir Snævarr Guðmundsson jöklafræðing á Breiðamerkurjökli. Sá fyrrnefndi lýsir því í greininni að það komi honum á óvart að jökulbreiðan sé ekki skjannahvít heldur líti hún út fyrir að vera „skítug“. Snævarr lýsir því aðspurður að það sé algjört reiðarslag að fylgjast með jöklinum minnka með hverri heimsókninni. „Það kemur manni á óvart hversu hratt það gerist. Þú trúir því ekki hvað ísinn hefur verið þykkur fyrir hundrað eða 130 árum. Það er svo erfitt að trúa því að nákvæmlega þar sem við stöndum hafi yfirborð íssins verið um 250 metrum hærra en það er nú. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei,“ segir Snævarr. Þá innir fréttamaðurinn hann eftir því hvernig yrði umhorfs ef hann kæmi á sama stað eftir fimm ár. „Þú stæðir á jörðinni, ekki á ís,“ svarar Snævarr og yppir niðurlútur öxlum. Umfjöllunina má finna í formi myndbands hér ofar í fréttinni. Greinina í heild má nálgast hér. Hornafjörður Loftslagsmál Umhverfismál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Greinin er birt undir fyrirsögninni Örvæntingarfullt kall á hjálp frá Íslandi: „Jöklarnir okkar eru hitamælir heimsins – og þeir eru að hverfa“ en í henni lýsir fréttamaður Sky ferð sinni upp á Breiðamerkurjökul í fylgd íslensks jöklafræðings. Umfjöllunin hefst á því að rætt er við Hauk Einarsson leiðsögumann sem farið hefur með ferðamannahópa á Vatnajökul. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa þurrkað viðskiptin út á vormánuðum og aftur nú í ágúst en hann fylgir fréttamanni Sky að Breiðamerkurjökli. „Jökullinn væri við hliðina á veginum fyrir hundrað árum. Í stað þess, eftir að hafa hopað í heila öld, er hann yfir átta kílómetra í burtu,“ segir í umfjöllun Sky. „Jökullinn hefur smám saman bráðnað í burtu síðustu öldina, hörfað. Nú virðist hann bráðna hraðar en nokkru sinni fyrr.“ Fréttamaður Sky hittir fyrir Snævarr Guðmundsson jöklafræðing á Breiðamerkurjökli. Sá fyrrnefndi lýsir því í greininni að það komi honum á óvart að jökulbreiðan sé ekki skjannahvít heldur líti hún út fyrir að vera „skítug“. Snævarr lýsir því aðspurður að það sé algjört reiðarslag að fylgjast með jöklinum minnka með hverri heimsókninni. „Það kemur manni á óvart hversu hratt það gerist. Þú trúir því ekki hvað ísinn hefur verið þykkur fyrir hundrað eða 130 árum. Það er svo erfitt að trúa því að nákvæmlega þar sem við stöndum hafi yfirborð íssins verið um 250 metrum hærra en það er nú. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei,“ segir Snævarr. Þá innir fréttamaðurinn hann eftir því hvernig yrði umhorfs ef hann kæmi á sama stað eftir fimm ár. „Þú stæðir á jörðinni, ekki á ís,“ svarar Snævarr og yppir niðurlútur öxlum. Umfjöllunina má finna í formi myndbands hér ofar í fréttinni. Greinina í heild má nálgast hér.
Hornafjörður Loftslagsmál Umhverfismál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03