Innlent

Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Húsið var rifið til grunna, líkt og sést á þessari mynd sem tekin var í morgun.
Húsið var rifið til grunna, líkt og sést á þessari mynd sem tekin var í morgun. Vísir/HMP

Hús við Skóla­vörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. Nikulás Úlfar Más­son, bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­vík­ur, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyr­ir leyfi til þess að rífa húsið þar sem það nyti vernd­ar byggðamynst­urs.

Nikulás segir að eigandi hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið en ekki að rífa það. Eig­andinn segir hinsvegar í samtali við blaðið að öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir og að verkið hafi verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Því hafnar Nikulás og segir að málið verði rannsakað nánar í dag.

Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is

Húsið að Skólavörðustíg 36 var reist árið 1922. Breyting á deiliskipulagi fyrir húsið var samþykkt árið 2018 en á vef Reykjavíkurborgar segir að í breytingunum felist að „auka byggingarmagn á 1. hæð að suðvestur lóðarmörkum, nýta þakhæð 1. hæðar að hluta sem þaksvalir og stækka og hækka stigahúsið.“

Húsið var auglýst til sölu í fyrra og er fasteignaauglýsingin enn í birtingu. Þar er húsið skráð 150 fermetrar og sérstaklega tilgreindur 132 fermetra viðbótarbyggingarréttur á lóðinni. Eignin skiptist þá í verslunarhæð auk íbúðar eða skrifstofuhúsnæðis á efri hæð og í risi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Vísir/HMP
VÍSIR/HMP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.