„Ofurmannlegt“ ef þessi hópur tryggði Liverpool aftur titilinn Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 22:45 Það vantar ferskt blóð í þennan leikmannahóp að mati Gary Neville, svo Liverpool haldi sama flugi. VÍSIR/GETTY Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira