„Ofurmannlegt“ ef þessi hópur tryggði Liverpool aftur titilinn Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 22:45 Það vantar ferskt blóð í þennan leikmannahóp að mati Gary Neville, svo Liverpool haldi sama flugi. VÍSIR/GETTY Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille. Enski boltinn Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira
Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille.
Enski boltinn Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira