Sport

Dagskráin í dag: Mjólkurbikarveisla, golf, Counter-Strike og upphafsleikur NFL

Sindri Sverrisson skrifar
KR og Breiðablik mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld.
KR og Breiðablik mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. VÍSIR/BÁRA

Það er óhætt að segja að nóg verði um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og fram á nótt.

Fótboltinn verður fyrirferðarmikill á Stöð 2 Sport þar sem stórleikir eru á dagskrá í Mjólkurbikar karla. FH mætir Stjörnunni kl. 16.30 og kl. 19.15 eigast við Breiðablik og KR. Þá er leikur Vals og HK sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Að leikjunum loknum verður kafað ofan í þá í Mjólkurbikarmörkunum þar sem jafnframt verður dregið til undanúrslita karla og kvenna.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir leika báðar á Evrópumótaröðinni í golfi á móti sem fram fer í Sviss. Sýnt verður beint frá mótinu á Stöð 2 esport kl. 12.

Á Stöð 2 Golf verður svo meira golf í boði því þar verður sýnt frá PGA og LPGA-mótaröðinni, og Evrópumótaröð karla.

Á Stöð 2 esport hefst bein útsending kl. 19.15 frá Vodafone-deildinni í CS:GO.

Laust eftir miðnætti er svo upphafsleikur NFL-tímabilsins á dagskránni á Stöð 2 Sport 2, þar sem meistarar Kansas City Chiefs mæta Houston Texans.

Upplýsingar um beinar útsendingar.

Upplýsingar um dagskrána.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×