Nýtrúlofaður tengdasonur Mosfellsbæjar í beinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 16:30 Patrick Mahomes kastar boltanum í Super Bowl sigri Kansas City Chiefs á San Francisco 49ers í febrúar. Getty/ Focus on Sport NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady. NFL Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjá meira
NFL-deildin hefst á miðnætti annað kvöld með leik NFL-meistara Kansas City Chiefs og Houston Texans og í fyrsta sinn verður opnunarleikur NFL-tímabilsins sýndur beint á Íslandi. Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs í NFL-deildinni í Super Bowl leiknum í febrúar en það var fyrsti titill félagsins í fimmtíu ár. Kansas City Chiefs vann ellefu síðustu leiki sína á síðustu leiktíð og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma undan sumri sem hefur verið afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldsins. We'll look to continue our 11-game September win streak on Thursday night!Here are 6 Stats to Know for the game. pic.twitter.com/KRacvsHZvP— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 7, 2020 Mahomes hefur átt magnað sumar. Hann skrifaði fyrst undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti skilað honum samtals 503 milljónum Bandaríkjadala eða meira en 70 milljarða íslenskra króna. Patrick Mahomes gerði sumarið enn betur með því að biðja æskuástarinnar sinnar á sama kvöldi og hann fékk langþráðan meistarahring afhentan. Unnusta hans, Brittany Matthews, spilaði fótbolta með Aftureldingu sumarið 2017 og Mahomes var hjá henni í Mosfellsbænum. Síðan þá höfum við að sjálfsögðu gefið honum viðurnefnið tengdasonur Mosfellsbæjar. Bónorðið bað Mahomes upp í svítu á Arrowhead leikvanginum sem er heimavöllur Kansas City Chiefs liðsins og völlurinn þar sem leikurinn fer fram annað kvöld. #RedFriday Kickoff Edition flags are available online right now https://t.co/NwTzzzjBnp pic.twitter.com/e3OP6F5wFE— Kansas City Chiefs (@Chiefs) September 9, 2020 Útsendingin hefst rétt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport hefur sýnt frá NFL-deildinni í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fyrsti leikur tímabilsins er í beinni. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á sunnudaginn og þá verða sýndir tveir leikir í beinni. Fyrri leikurinn er á milli New England Patriots og Miami Dolphins og sá seinni er á milli New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers. Við sjáum því bæði fyrsta leik Tom Brady með Tampa Bay Buccaneers og fyrsta leik New England Patriots liðsins án Brady.
NFL Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjá meira