Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 11:53 Phil Foden og Mason Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. Þessi heimsókn átti sér stað á sunnudag. Ensku landsliðsmennirnir eru þeir Mason Greenwood og Phil Foden sem höfðu verið í samskiptum við þær Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Þeir bókuðu tvö herbergi fyrir konurnar þar sem þeir hittu þær. Landsliðsmennirnir voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum á Hótel Sögu í gær þar sem þeir gengust við brotunum, báðust afsökunar og greiddu sekt. Báðir voru þeir reknir úr enska landsliðshópnum og má búast við frekari refsingum frá liðunum þeirra, Manchester City og Manchester United. Einkavél var send eftir þeim til Íslands frá Manchester í gærkvöldi. Málið hefur tekið yfir bresku pressuna þar sem þeir eru harðlega gagnrýndir fyrir heimskupör og hafa birst viðtöl við Láru og Nadíu. Báðar segjast þær ekki hafa gert sér grein fyrir að landsliðsmennirnir hefðu átt að vera í sóttkví og þverneita að hafa lekið myndefni af heimsókninni í fjölmiðla. Lögreglurannsókn gagnvart Nadíu og Láru er hins vegar ekki lokið. Þær voru ekki í sóttkví fyrir heimsóknina og voru ekki skikkaðar í sóttkví eftir hana. „Rannsókninni miðar vel áfram. Við erum búnir að klára að ræða við þá og sekta. Svo eru þeir farnir af landi. Nú eigum við eftir að ræða við stúlkurnar tvær og meta hvort þær hafi gerst brotlegar við sóttvarnalög,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. En getur sá sem ekki er í sóttkví, gerst brotlegur um reglur um sóttkví? „Það er einmitt það sem við ætlum að reyna að komast að. Höfðu þær vitneskju um að ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví eða ekki. Þetta kemur í ljós þegar við ræðum við þær,“ segir Guðmundur Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. Þessi heimsókn átti sér stað á sunnudag. Ensku landsliðsmennirnir eru þeir Mason Greenwood og Phil Foden sem höfðu verið í samskiptum við þær Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal. Þeir bókuðu tvö herbergi fyrir konurnar þar sem þeir hittu þær. Landsliðsmennirnir voru yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum á Hótel Sögu í gær þar sem þeir gengust við brotunum, báðust afsökunar og greiddu sekt. Báðir voru þeir reknir úr enska landsliðshópnum og má búast við frekari refsingum frá liðunum þeirra, Manchester City og Manchester United. Einkavél var send eftir þeim til Íslands frá Manchester í gærkvöldi. Málið hefur tekið yfir bresku pressuna þar sem þeir eru harðlega gagnrýndir fyrir heimskupör og hafa birst viðtöl við Láru og Nadíu. Báðar segjast þær ekki hafa gert sér grein fyrir að landsliðsmennirnir hefðu átt að vera í sóttkví og þverneita að hafa lekið myndefni af heimsókninni í fjölmiðla. Lögreglurannsókn gagnvart Nadíu og Láru er hins vegar ekki lokið. Þær voru ekki í sóttkví fyrir heimsóknina og voru ekki skikkaðar í sóttkví eftir hana. „Rannsókninni miðar vel áfram. Við erum búnir að klára að ræða við þá og sekta. Svo eru þeir farnir af landi. Nú eigum við eftir að ræða við stúlkurnar tvær og meta hvort þær hafi gerst brotlegar við sóttvarnalög,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. En getur sá sem ekki er í sóttkví, gerst brotlegur um reglur um sóttkví? „Það er einmitt það sem við ætlum að reyna að komast að. Höfðu þær vitneskju um að ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví eða ekki. Þetta kemur í ljós þegar við ræðum við þær,“ segir Guðmundur Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06
„Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01