Axel Einarsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 16:24 Axel lék meðal annars með hljómsveitunum Icecross og Deildarbungubræðrum. aðsent Axel P.J. Einarsson tónlistarmaður er látinn. Hann lést að morgni 5. september á Landspítalanum. Axel spilaði meðal annars í hljómsveitunum Icecross og Deildarbungubræðrum. Hans þekktasta lag er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985 til að safna fé vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Axel fæddist 27. október árið 1947 og ólst upp fyrstu árin á Fáskrúðsfirði. Faðir hans var Einar Guðni Sigurðsson (f.11.02.1904 d.14.11.1965) kaupfélagsstjóri og hreppstjóri. Móðir Axels var Antona Gunnarstein (f.29.06.1917 d. 17.12. 1989) frá Færeyjum. Eftir að þau fluttu frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur vann hún ýmis veitingastörf, t.d. á Gildaskálanum og Hótel Esju og Einar vann hjá Eimskipafélagi Íslands til æviloka. Axel fékkst við margt gegnum ævina. Hann var húsasmiður að mennt en starfaði meðal annars sem kokkur á fiskibátnum Glófaxa VE 300. Tónlistaráhuginn kviknaði snemma og lærði hann ungur á gítar. Axel Einarsson var áberandi í tónlistarlífinu á sjöunda og áttunda áratugnum, á fyrstu rokk og bítlaárunum. Síðan starfaði hann mikið við upptökur og samdi fjölmörg lög. Axel var í fjölda hljómsveita og má þar helst nefna Tilveru, Icecross og Deildarbungubræður. Þekktasta lag Axels er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985. Axel rak hljóðver um margra ára skeið „Stúdíó Stöðin“ og gaf út mikið af tónlist, ekki síst barnaefni, meðal annars Sönglögin í leikskólanum. Síðustu árin bjó Axel í Svíþjóð og vann hann að tónlist sem hann leit á sem lífsverk sitt og mun koma út á næstunni. Blessunarlega náði hann að klára verkið með aðstoð góðra vina. Axel lætur eftir sig tvær dætur og fósturson. Elísabet Axelsdóttir, Rakel María Axelsdóttir og Heiðar Steinn Pálsson, sex barnabörn og þrjú langafabörn. Tónlist Andlát Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Axel P.J. Einarsson tónlistarmaður er látinn. Hann lést að morgni 5. september á Landspítalanum. Axel spilaði meðal annars í hljómsveitunum Icecross og Deildarbungubræðrum. Hans þekktasta lag er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985 til að safna fé vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Axel fæddist 27. október árið 1947 og ólst upp fyrstu árin á Fáskrúðsfirði. Faðir hans var Einar Guðni Sigurðsson (f.11.02.1904 d.14.11.1965) kaupfélagsstjóri og hreppstjóri. Móðir Axels var Antona Gunnarstein (f.29.06.1917 d. 17.12. 1989) frá Færeyjum. Eftir að þau fluttu frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur vann hún ýmis veitingastörf, t.d. á Gildaskálanum og Hótel Esju og Einar vann hjá Eimskipafélagi Íslands til æviloka. Axel fékkst við margt gegnum ævina. Hann var húsasmiður að mennt en starfaði meðal annars sem kokkur á fiskibátnum Glófaxa VE 300. Tónlistaráhuginn kviknaði snemma og lærði hann ungur á gítar. Axel Einarsson var áberandi í tónlistarlífinu á sjöunda og áttunda áratugnum, á fyrstu rokk og bítlaárunum. Síðan starfaði hann mikið við upptökur og samdi fjölmörg lög. Axel var í fjölda hljómsveita og má þar helst nefna Tilveru, Icecross og Deildarbungubræður. Þekktasta lag Axels er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985. Axel rak hljóðver um margra ára skeið „Stúdíó Stöðin“ og gaf út mikið af tónlist, ekki síst barnaefni, meðal annars Sönglögin í leikskólanum. Síðustu árin bjó Axel í Svíþjóð og vann hann að tónlist sem hann leit á sem lífsverk sitt og mun koma út á næstunni. Blessunarlega náði hann að klára verkið með aðstoð góðra vina. Axel lætur eftir sig tvær dætur og fósturson. Elísabet Axelsdóttir, Rakel María Axelsdóttir og Heiðar Steinn Pálsson, sex barnabörn og þrjú langafabörn.
Tónlist Andlát Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira