Tveir nokkuð öflugir jarðskjálftar urðu við Krýsuvík með skömmu millibili í morgun.
Skjálftarnir mældust 2,8 og 3,3 að stærð. Sá fyrri reið yfir klukkan 6:20 og sá seinni mínútu síðar.
Að því er segir á vef Veðurstofunnar eru upptök þeirra eru um einn og hálfan kílómetra norðvestur af Krýsuvík og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið.
Engar tilkynningar hafa enn borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð.