Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 15:58 Krabbameinsfélagið segir fullyrðingar SÍ hafa komið sér í opna skjöldu. Vísir/Vilhelm Krabbameinsfélagið hefur birt erindi sem það sendi Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin er það mat félagsins að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. Fullyrðingarnar voru settar fram af Tryggva Birni Stefánssyni lækni í Kastljósi og sneru að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi verið í uppnámi í kjölfar ummælanna, en Tryggvi sagði gæðakerfi Leitarstöðvarinnar ekki uppfylla viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið óskaði þá eftir gögnum sem ummælin voru byggð á, enda væri „grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hefðu búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart.“ Starfsmenn funduðu með fyrirsvarsmönnum félagsins í morgun og sögðust starfsmenn ekki telja sig geta sinnt störfum á meðan „órökstuddum fullyrðingum fulltrúa Sjúkratrygginga“ hefði ekki verið svarað af hálfu þeirra sem fengu hann til að vinna að gerð kröfulýsinga vegna krabbameinsleitar árið 2017. „Eins og fram hefur komið var hvorki starfsfólki Krabbameinsfélagsins né Leitarstöðvarinnar kunnugt um að efasemdir væru af hálfu Sjúkratrygginga eða ráðuneytisins um getu félagsins til að sinna þeim verkefnum sem því voru falin með þjónustusamningnum,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Félagið ítreki því beiðni sína frá því í fyrradag og í gær um að Sjúkratryggingar afhendi gögn sem ummæli Tryggva byggjast á eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. september. „Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin, er það mat félagsins, að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust,“ segir í tilkynningu félagsins. „Geti Sjúkratryggingar ekki afhent gögnin á þessum tímapunkti, lítur Krabbameinsfélagið svo á að þau séu ekki til og að ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga um starfsemi félagsins séu staðlausir stafir.“ Verði gögnin ekki afhent metur félagið það svo að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi farið fram í samræmi við skyldur samkvæmt þjónustusamningi. Engar forsendur séu þá fyrir hendi til þess að draga í efa hæfni félagsins og starfsmanna í skimunarverkefnum. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt erindi sem það sendi Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin er það mat félagsins að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. Fullyrðingarnar voru settar fram af Tryggva Birni Stefánssyni lækni í Kastljósi og sneru að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi verið í uppnámi í kjölfar ummælanna, en Tryggvi sagði gæðakerfi Leitarstöðvarinnar ekki uppfylla viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið óskaði þá eftir gögnum sem ummælin voru byggð á, enda væri „grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hefðu búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart.“ Starfsmenn funduðu með fyrirsvarsmönnum félagsins í morgun og sögðust starfsmenn ekki telja sig geta sinnt störfum á meðan „órökstuddum fullyrðingum fulltrúa Sjúkratrygginga“ hefði ekki verið svarað af hálfu þeirra sem fengu hann til að vinna að gerð kröfulýsinga vegna krabbameinsleitar árið 2017. „Eins og fram hefur komið var hvorki starfsfólki Krabbameinsfélagsins né Leitarstöðvarinnar kunnugt um að efasemdir væru af hálfu Sjúkratrygginga eða ráðuneytisins um getu félagsins til að sinna þeim verkefnum sem því voru falin með þjónustusamningnum,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Félagið ítreki því beiðni sína frá því í fyrradag og í gær um að Sjúkratryggingar afhendi gögn sem ummæli Tryggva byggjast á eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. september. „Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin, er það mat félagsins, að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust,“ segir í tilkynningu félagsins. „Geti Sjúkratryggingar ekki afhent gögnin á þessum tímapunkti, lítur Krabbameinsfélagið svo á að þau séu ekki til og að ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga um starfsemi félagsins séu staðlausir stafir.“ Verði gögnin ekki afhent metur félagið það svo að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi farið fram í samræmi við skyldur samkvæmt þjónustusamningi. Engar forsendur séu þá fyrir hendi til þess að draga í efa hæfni félagsins og starfsmanna í skimunarverkefnum.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48
Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01