Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 15:58 Krabbameinsfélagið segir fullyrðingar SÍ hafa komið sér í opna skjöldu. Vísir/Vilhelm Krabbameinsfélagið hefur birt erindi sem það sendi Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin er það mat félagsins að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. Fullyrðingarnar voru settar fram af Tryggva Birni Stefánssyni lækni í Kastljósi og sneru að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi verið í uppnámi í kjölfar ummælanna, en Tryggvi sagði gæðakerfi Leitarstöðvarinnar ekki uppfylla viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið óskaði þá eftir gögnum sem ummælin voru byggð á, enda væri „grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hefðu búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart.“ Starfsmenn funduðu með fyrirsvarsmönnum félagsins í morgun og sögðust starfsmenn ekki telja sig geta sinnt störfum á meðan „órökstuddum fullyrðingum fulltrúa Sjúkratrygginga“ hefði ekki verið svarað af hálfu þeirra sem fengu hann til að vinna að gerð kröfulýsinga vegna krabbameinsleitar árið 2017. „Eins og fram hefur komið var hvorki starfsfólki Krabbameinsfélagsins né Leitarstöðvarinnar kunnugt um að efasemdir væru af hálfu Sjúkratrygginga eða ráðuneytisins um getu félagsins til að sinna þeim verkefnum sem því voru falin með þjónustusamningnum,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Félagið ítreki því beiðni sína frá því í fyrradag og í gær um að Sjúkratryggingar afhendi gögn sem ummæli Tryggva byggjast á eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. september. „Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin, er það mat félagsins, að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust,“ segir í tilkynningu félagsins. „Geti Sjúkratryggingar ekki afhent gögnin á þessum tímapunkti, lítur Krabbameinsfélagið svo á að þau séu ekki til og að ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga um starfsemi félagsins séu staðlausir stafir.“ Verði gögnin ekki afhent metur félagið það svo að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi farið fram í samræmi við skyldur samkvæmt þjónustusamningi. Engar forsendur séu þá fyrir hendi til þess að draga í efa hæfni félagsins og starfsmanna í skimunarverkefnum. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt erindi sem það sendi Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin er það mat félagsins að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. Fullyrðingarnar voru settar fram af Tryggva Birni Stefánssyni lækni í Kastljósi og sneru að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi verið í uppnámi í kjölfar ummælanna, en Tryggvi sagði gæðakerfi Leitarstöðvarinnar ekki uppfylla viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið óskaði þá eftir gögnum sem ummælin voru byggð á, enda væri „grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hefðu búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart.“ Starfsmenn funduðu með fyrirsvarsmönnum félagsins í morgun og sögðust starfsmenn ekki telja sig geta sinnt störfum á meðan „órökstuddum fullyrðingum fulltrúa Sjúkratrygginga“ hefði ekki verið svarað af hálfu þeirra sem fengu hann til að vinna að gerð kröfulýsinga vegna krabbameinsleitar árið 2017. „Eins og fram hefur komið var hvorki starfsfólki Krabbameinsfélagsins né Leitarstöðvarinnar kunnugt um að efasemdir væru af hálfu Sjúkratrygginga eða ráðuneytisins um getu félagsins til að sinna þeim verkefnum sem því voru falin með þjónustusamningnum,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Félagið ítreki því beiðni sína frá því í fyrradag og í gær um að Sjúkratryggingar afhendi gögn sem ummæli Tryggva byggjast á eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. september. „Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin, er það mat félagsins, að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust,“ segir í tilkynningu félagsins. „Geti Sjúkratryggingar ekki afhent gögnin á þessum tímapunkti, lítur Krabbameinsfélagið svo á að þau séu ekki til og að ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga um starfsemi félagsins séu staðlausir stafir.“ Verði gögnin ekki afhent metur félagið það svo að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi farið fram í samræmi við skyldur samkvæmt þjónustusamningi. Engar forsendur séu þá fyrir hendi til þess að draga í efa hæfni félagsins og starfsmanna í skimunarverkefnum.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48
Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01