Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 17:30 Krabbameinsfélagið. Vísir/vilhelm Krabbameinsfélag Íslands fór fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) í dag í kjölfar viðtals við fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag. SÍ höfnuðu beiðni Krabbameinsfélagsins um neyðarfundinn. Þetta segir í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið birti á vef sínum nú á sjötta tímanum. Þá telji félagið „grafalvarlegt“ ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. Í tilkynningunni segir jafnframt að Krabbameinsfélagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöðinni sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið ítrekar í yfirlýsingu sinni í dag að málflutningur Tryggva hafi komið þeim í opna skjöldu. Yfirlýsingar hans hafi ekki komið fram í tengslum við endurnýjun þjónustusamnings félagsins við Sjúkratryggingar um skimanir. „Krabbameinsfélagið telur grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hafa búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart. Það skal ítrekað að Sjúkratryggingar hafa ekki gert neinar úttektir á framkvæmd þjónustusamningsins,“ segir í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins. Hana má nálgast í heild á vef félagsins. Vísir hefur leitað viðbragða hjá Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 „Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52 Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Krabbameinsfélag Íslands fór fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) í dag í kjölfar viðtals við fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag. SÍ höfnuðu beiðni Krabbameinsfélagsins um neyðarfundinn. Þetta segir í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið birti á vef sínum nú á sjötta tímanum. Þá telji félagið „grafalvarlegt“ ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. Í tilkynningunni segir jafnframt að Krabbameinsfélagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöðinni sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið ítrekar í yfirlýsingu sinni í dag að málflutningur Tryggva hafi komið þeim í opna skjöldu. Yfirlýsingar hans hafi ekki komið fram í tengslum við endurnýjun þjónustusamnings félagsins við Sjúkratryggingar um skimanir. „Krabbameinsfélagið telur grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hafa búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart. Það skal ítrekað að Sjúkratryggingar hafa ekki gert neinar úttektir á framkvæmd þjónustusamningsins,“ segir í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins. Hana má nálgast í heild á vef félagsins. Vísir hefur leitað viðbragða hjá Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 „Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52 Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01
„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32