Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 18:48 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/baldur Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. Krabbameinsfélagið sagði í yfirlýsingu í dag að það hefði beðið um „neyðarfund“ með SÍ í kjölfar viðtals í Kastljósi á fimmtudag. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Tryggvi vann sem verktaki fyrir Sjúkratryggingar á sínum tíma en er ekki starfsmaður stofnunarinnar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir í samtali við Vísi að mál Krabbameinsfélagsins sé á mjög viðkvæmu stigi og að bæði Sjúktratryggingar Íslands og Landlæknisembættið séu með það til skoðunar. Sjúkratryggingar hafi ekki talið tilefni til fundar í dag. „Það var mjög óljós tilgangur með þessum fundi þannig að á þessu stigi töldum við ekki rétt að funda.“ Innt eftir því hvort Sjúkratryggingar muni funda með Krabbameinsfélaginu vegna málsins á næstunni segir María að fundað verði þegar það er talið tímabært. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins í dag segir að félagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. Krabbameinsfélagið sagði í yfirlýsingu í dag að það hefði beðið um „neyðarfund“ með SÍ í kjölfar viðtals í Kastljósi á fimmtudag. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Tryggvi vann sem verktaki fyrir Sjúkratryggingar á sínum tíma en er ekki starfsmaður stofnunarinnar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir í samtali við Vísi að mál Krabbameinsfélagsins sé á mjög viðkvæmu stigi og að bæði Sjúktratryggingar Íslands og Landlæknisembættið séu með það til skoðunar. Sjúkratryggingar hafi ekki talið tilefni til fundar í dag. „Það var mjög óljós tilgangur með þessum fundi þannig að á þessu stigi töldum við ekki rétt að funda.“ Innt eftir því hvort Sjúkratryggingar muni funda með Krabbameinsfélaginu vegna málsins á næstunni segir María að fundað verði þegar það er talið tímabært. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins í dag segir að félagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira