Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 15:54 Mótmælendur í miðborg Minsk í gær halda uppi hvítum og rauðum fána stjórnarandstöðunnar. EPA-EFE/STRINGER Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. Óeirðalögreglan hefur lokað hluta borgarinnar með vatnsdælum og tálmum, tugir hafa verið handteknir og einhverjir slasast. Aðgerðir óeirðalögreglunnar hafa færst í aukana í dag og hefur hún reynt að stöðva flæði mótmælenda inn í miðborgina í dag. Þá hefur fjöldi mótmælenda verið handtekinn að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá straum mótmælenda í miðborg Minsk í dag. Margir hverjir halda á hvítum og rauðum fána, gömlum þjóðfána Hvíta-Rússlands, sem er nú orðin einkennisfáni stjórnarandstöðunnar. Þá hafa öryggissveitir, sem eru klæddir svörtu frá toppi til táa og hylja andlit sín, beint spjótum sínum að háskólanemum sem hafa snúið aftur til borgarinnar undanfarna daga eftir sumarfrí. Háskólanemar hafa verið dregnir upp í ómerkta lögreglubíla af götunum og úr háskólabyggingum. Fjórir hafa látið lífið frá því að mótmæli hófust þann 9. ágúst síðastliðinn, daginn sem forsetakosningar fóru fram. Hundruð hafa slasast og fjöldi fólks hefur greint frá því að hafa verið pyntað í haldi lögreglu. Mótmælendur og meðlimir stjórnarandstöðunnar segja forsetann hafa svindlað í kosningunum en hann hlaut rúm 80 prósent atkvæða á meðan helsti andstæðingur hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut um 10 prósent atkvæða. Hún flúði land daginn eftir kosningarnar og heldur nú til í Litháen ásamt börnum sínum. Þá hafa fleiri meðlimir stjórnarandstöðunnar flúið land en á laugardag flúði aðgerðasinninn Olga Kovalkova til Póllands og segist hún hafa flúið vegna hótana um að hún yrði fangelsuð. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35 Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. Óeirðalögreglan hefur lokað hluta borgarinnar með vatnsdælum og tálmum, tugir hafa verið handteknir og einhverjir slasast. Aðgerðir óeirðalögreglunnar hafa færst í aukana í dag og hefur hún reynt að stöðva flæði mótmælenda inn í miðborgina í dag. Þá hefur fjöldi mótmælenda verið handtekinn að sögn fréttaritara breska ríkisútvarpsins á svæðinu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá straum mótmælenda í miðborg Minsk í dag. Margir hverjir halda á hvítum og rauðum fána, gömlum þjóðfána Hvíta-Rússlands, sem er nú orðin einkennisfáni stjórnarandstöðunnar. Þá hafa öryggissveitir, sem eru klæddir svörtu frá toppi til táa og hylja andlit sín, beint spjótum sínum að háskólanemum sem hafa snúið aftur til borgarinnar undanfarna daga eftir sumarfrí. Háskólanemar hafa verið dregnir upp í ómerkta lögreglubíla af götunum og úr háskólabyggingum. Fjórir hafa látið lífið frá því að mótmæli hófust þann 9. ágúst síðastliðinn, daginn sem forsetakosningar fóru fram. Hundruð hafa slasast og fjöldi fólks hefur greint frá því að hafa verið pyntað í haldi lögreglu. Mótmælendur og meðlimir stjórnarandstöðunnar segja forsetann hafa svindlað í kosningunum en hann hlaut rúm 80 prósent atkvæða á meðan helsti andstæðingur hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut um 10 prósent atkvæða. Hún flúði land daginn eftir kosningarnar og heldur nú til í Litháen ásamt börnum sínum. Þá hafa fleiri meðlimir stjórnarandstöðunnar flúið land en á laugardag flúði aðgerðasinninn Olga Kovalkova til Póllands og segist hún hafa flúið vegna hótana um að hún yrði fangelsuð.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00 Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31 Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35 Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. 1. september 2020 19:00
Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. 31. ágúst 2020 18:31
Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. 29. ágúst 2020 15:35
Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26