„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 11:44 Kristján Oddsson mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV. Bólusetning við HPV-veiru getur veitt nánast fullkomna vörn við leghálskrabbameini ef hún er gerð áður en konur byrja að stunda kynmök, segir Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana, óháð því hvort þær séu bólusettar eða ekki. Umræða um HPV-veiru, sem veldur krabbameinum, hefur verið mikil undanfarna daga eftir fréttir um mistök við skimanir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hér á landi eru markaðssett tvö bóluefni gegn HPV og er annað þeirra gefið tólf ára stúlkum til varnar leghálskrabbameini. Hitt bóluefnið ver bæði stúlkur og pilta gegn vörtuveirum og sýkingum vegna HPV. Virknin hins vegar minnkar eftir að konur byrja að stunda kynmök „Gagnsemi bólusetningar er nánast 100 prósent ef það er gert áður en kynmök hefjast. Hins vegar geta ungar konur, og mörg lönd fóru þá leið að bjóða konum til 26 ára aldurs fría bólusetningu. Það hefur verið rætt líka að jafnvel konur til 45 ára aldurs gætu haft gagn af bólusetningu. Með því þá að þær hafi ekki smitast af þeim veirum sem valda þessu því bóluefnið læknar ekki þá sýkingu sem orðið hefur, heldur kemur í veg fyrir hana,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Allar konur geti óskað eftir bólusetningu. „Bóluefnið Cervarix kostar í kringum 50 þúsund krónur í þremur skömmtum. Og með þessu nýgilda bóluefni þá kostar það í kringum 70 þúsund og þá færðu 90 prósent vörn, en með því skilyrði að þú hafir aldrei stundað kynmök.“ Mikilvægast af öllu sé þó að mæta í skimun. „Aðalatriðið í skimun við leghálskrabbameini er að konur mæti þegar þær fá boðun. Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Bólusetning við HPV-veiru getur veitt nánast fullkomna vörn við leghálskrabbameini ef hún er gerð áður en konur byrja að stunda kynmök, segir Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana, óháð því hvort þær séu bólusettar eða ekki. Umræða um HPV-veiru, sem veldur krabbameinum, hefur verið mikil undanfarna daga eftir fréttir um mistök við skimanir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hér á landi eru markaðssett tvö bóluefni gegn HPV og er annað þeirra gefið tólf ára stúlkum til varnar leghálskrabbameini. Hitt bóluefnið ver bæði stúlkur og pilta gegn vörtuveirum og sýkingum vegna HPV. Virknin hins vegar minnkar eftir að konur byrja að stunda kynmök „Gagnsemi bólusetningar er nánast 100 prósent ef það er gert áður en kynmök hefjast. Hins vegar geta ungar konur, og mörg lönd fóru þá leið að bjóða konum til 26 ára aldurs fría bólusetningu. Það hefur verið rætt líka að jafnvel konur til 45 ára aldurs gætu haft gagn af bólusetningu. Með því þá að þær hafi ekki smitast af þeim veirum sem valda þessu því bóluefnið læknar ekki þá sýkingu sem orðið hefur, heldur kemur í veg fyrir hana,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Allar konur geti óskað eftir bólusetningu. „Bóluefnið Cervarix kostar í kringum 50 þúsund krónur í þremur skömmtum. Og með þessu nýgilda bóluefni þá kostar það í kringum 70 þúsund og þá færðu 90 prósent vörn, en með því skilyrði að þú hafir aldrei stundað kynmök.“ Mikilvægast af öllu sé þó að mæta í skimun. „Aðalatriðið í skimun við leghálskrabbameini er að konur mæti þegar þær fá boðun. Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01
Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52