Fótbolti

Sjáðu hvernig Gummi Ben lýsti dýfu sonar síns: „Hefur fengið þetta frá mömmu sinni“

Ísak Hallmundarson skrifar
Albert í leik með landsliðinu.
Albert í leik með landsliðinu. getty/Jeroen Meuwsen

Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, er einn sá allra skemmtilegasti þegar kemur að því að lýsa fótboltaleikjum. 

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins, er sonur Gumma og byrjaði hann fyrir Ísland gegn Englandi í Þjóðadeildinni í gær, en pabbi hans lýsti einmitt þeim leik á Stöð 2 Sport.

Á 24. mínútu leiksins féll Albert til jarðar í baráttunni við Kieran Trippier en ekkert var dæmt. Það var því greinilega um dýfu að ræða að mati dómara og sagði Gummi þá um son sinn á léttum nótum að hann hafi fengið þennan eiginleika frá móður sinni.

Atvikið má sjá hér að neðan:

Klippa: ,,Hann hefur þetta frá mömmu sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×