Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 23:30 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. Trump hefur í dag kallað fréttamanninn sem fyrst fjallaði um hin meintu ummæli „óþokka“ og lýst því yfir að reka eigi annan fréttamann sem fjallaði um málið. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Deilt hefur verið hart á forsetann vegna hinna meintu ummæla, m.a. úr herbúðum Joe Biden, andstæðings Trumps í forsetakosningum í nóvember. Trump birti færslur um málið á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann nafngreindi ekki Jeffrey Goldberg, ritstjóra The Atlantic sem fyrstur fjallaði um hin meintu ummæli forsetans, í tístum sínum en ljóst þykir að orðin beinist að honum. Trump hóf tíst sitt á því að hreykja sér af því að hafa endurreist Bandaríkjaher, sem Barack Obama og varaforseta hans, Joe Biden, hefðu gjöreyðilagt í stjórnartíð þeirra. „En svo skáldar óþokkablaðamaður [e. slimeball reporter], ef til vill í samvinnu við óánægt fólk, svona hryllilega ásökun,“ skrifaði Trump. You work so hard for the military, from completely rebuilding a depleted mess that was left by OBiden, to fixing a broken V.A. and fighting for large scale military pay raises, and then a slimeball reporter, maybe working with disgruntled people, makes up such a horrible charge..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Þá beindi Trump spjótum sínum einnig að Jennifer Griffin, fréttamanni Fox News. Stöðin hefur hingað til verið í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. En hann reyndist ekki hrifinn af umfjöllun Griffin, sem kveðst hafa fengið það staðfest frá nafnlausum heimildarmönnum að Trump hafi látið falla ósæmileg ummæli um fallna hermenn. Umfjöllun hennar má sjá hér fyrir neðan. „Það ætti að reka Jennifer Griffin fyrir svona blaðamennsku. Hringdi ekki einu sinni í okkur til að fá viðbrögð. Fox-fréttastofan er búin að vera!“ skrifaði Trump á Twitter í nótt. Jennifer Griffin of Fox News Did Not Confirm ‘Most Salacious‘ Part of Atlantic Story https://t.co/rUpbSWhHac via @BreitbartNews All refuted by many witnesses. Jennifer Griffin should be fired for this kind of reporting. Never even called us for comment. @FoxNews is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Sjálfur hafnar Trump því alfarið að hafa látið nokkuð illt út úr sér um fallna hermenn. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. Trump hefur í dag kallað fréttamanninn sem fyrst fjallaði um hin meintu ummæli „óþokka“ og lýst því yfir að reka eigi annan fréttamann sem fjallaði um málið. Tímaritið The Atlantic var fyrst til að greina frá því að Trump hefði lýst bandarískum hermönnum sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni sem „minnipokamönnum“ og „flónum“ þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi í tilefni af því að öld var liðin frá stríðslokum árið 2018. Ritstjóri tímaritsins hafði þetta eftir ónefndum einstaklingum sem stóðu Trump nærri. Síðan þá hafa aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Washington Post, New York Times, AP-fréttstofan og Fox-fréttastöðin staðfest frásögn The Atlantic að hluta eða öllu leyti. Deilt hefur verið hart á forsetann vegna hinna meintu ummæla, m.a. úr herbúðum Joe Biden, andstæðings Trumps í forsetakosningum í nóvember. Trump birti færslur um málið á Twitter-reikningi sínum í dag. Hann nafngreindi ekki Jeffrey Goldberg, ritstjóra The Atlantic sem fyrstur fjallaði um hin meintu ummæli forsetans, í tístum sínum en ljóst þykir að orðin beinist að honum. Trump hóf tíst sitt á því að hreykja sér af því að hafa endurreist Bandaríkjaher, sem Barack Obama og varaforseta hans, Joe Biden, hefðu gjöreyðilagt í stjórnartíð þeirra. „En svo skáldar óþokkablaðamaður [e. slimeball reporter], ef til vill í samvinnu við óánægt fólk, svona hryllilega ásökun,“ skrifaði Trump. You work so hard for the military, from completely rebuilding a depleted mess that was left by OBiden, to fixing a broken V.A. and fighting for large scale military pay raises, and then a slimeball reporter, maybe working with disgruntled people, makes up such a horrible charge..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Þá beindi Trump spjótum sínum einnig að Jennifer Griffin, fréttamanni Fox News. Stöðin hefur hingað til verið í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. En hann reyndist ekki hrifinn af umfjöllun Griffin, sem kveðst hafa fengið það staðfest frá nafnlausum heimildarmönnum að Trump hafi látið falla ósæmileg ummæli um fallna hermenn. Umfjöllun hennar má sjá hér fyrir neðan. „Það ætti að reka Jennifer Griffin fyrir svona blaðamennsku. Hringdi ekki einu sinni í okkur til að fá viðbrögð. Fox-fréttastofan er búin að vera!“ skrifaði Trump á Twitter í nótt. Jennifer Griffin of Fox News Did Not Confirm ‘Most Salacious‘ Part of Atlantic Story https://t.co/rUpbSWhHac via @BreitbartNews All refuted by many witnesses. Jennifer Griffin should be fired for this kind of reporting. Never even called us for comment. @FoxNews is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2020 Sjálfur hafnar Trump því alfarið að hafa látið nokkuð illt út úr sér um fallna hermenn.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05
Fallnir hermenn „minnipokamenn“ og „flón“ að mati Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa gert lítið úr bandarískum hermönnum sem hafa fallið í stríðum á bak við tjöldin ítrekað. Þá er hann sagður hafa beðið um að særðir hermenn tækju ekki þátt í hersýningum. 4. september 2020 08:00