Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 14:00 Paul Goddard sést hér með þeim Gary Owen, Tommy Caton og Sammy Lee sem unnu allir EM U21 með enska landsliðinu seinna um sumarið 1982. Getty/Peter Robinson Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira