Erlent

Berlu­sconi lagður inn á sjúkra­hús

Atli Ísleifsson skrifar
Silvio Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu á árunum 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011.
Silvio Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu á árunum 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011. EPA

Silvio Berlusconi, Evrópuþingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöldi. Gekkst hann undir rannsóknir, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hafi greinst með kórónuveiruna.

Í yfirlýsingu frá hægriflokknum Forza Italia, flokki hins 83 ára Berlusconi, segir að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af ástandi hans og að líðan hans sé góð.

Berlusconi og tvö barna hans greindust með kórónuveirusmit á miðvikudaginn eftir að hafa verið í fríi á Sardiníu. Hlutfall smitaðra er mun hærra á eyjunni en annars staðar á Ítalíu.

Berlusconi var fluttur á sjúkrahús og á sérstaka Covid-deild á sjúkrahúsinu San Raffaele, ekki langt frá glæsivinnu  hans við Arcore, norður af Mílanó. Einkalæknir Berlusconi, Alberto Zangrillo, hafði áður lýst honum sem einkennalausum.

Þingmaðurinn Marta Fascina, sem er þrítug kærasta Berlusconi, smitaðist einnig af kórónuveirunni og hefur verið í einangrun með forsætisráðherranum fyrrverandi.


Tengdar fréttir

Berlusconi með kórónuveiruna

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í einangrun á heimili sínu nærri Mílanó eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveiru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×