Samkeppnin harðnar gríðarlega hjá Gylfa á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu í æfingaleik á móti Blackpool á dögunum. Getty/Nathan Stirk Gylfi Þór Sigurðsson valdi það að æfa með Everton í stað þess að koma til móts við íslenska landsliðið og missir því að leikjunum við England og Belgíu. Gylfi þarf að sýna sig og sanna fyrir knattspyrnustjóranum Carli Ancelotti sem ætlar sér að dæla miðjumönnum inn í leikmannahópinn á næstunni. Það er því ljóst að samkeppnin á miðju Everton liðsins mun líta allt öðruvísi út eftir nokkra daga en hún var á síðustu leiktíð. Gylfi fékk mikið að spila undir stjórn Ancelotti á síðustu leiktíð en ítalski stjórinn færði Gylfa aftur á móti mun aftar á völlinn. Fabrizio Romano, sem er oftast á undan með fréttirnar, segir frá því að Everton sé að vinna að því að fá þrjá leikmenn á næstu dögum. Everton updates. #EFC- The board is planning medicals for Allan [done deal].- Last details completed and green light arrived from Real Madrid for James Rodriguez, confirmed and here-we-go! - Talks progressing with Watford to sign also Doucouré [personal terms agreed].— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2020 Paul Joyce hjá enska blaðinu The Times hefur líka heimildir fyrir því að þessir þrír miðjumenn séu á leiðinni á Goodison Park. Leikmennirnir sem um ræðir eru Abdoulaye Doucouré, sem kemur frá Watford, James Rodríguez sem kemur frá Real Madrid og Allan sem kemur frá Napoli á Ítalíu en þeir eru allir sagði kosta um tuttugu milljónir punda. Frakkinn Abdoulaye Doucouré er 27 ára gamall og hans besta staða er á miðri miðjunni þótt hann geti bæði spilað framar og aftar. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er 29 ára gamall og spilar sem sóknarmiðjumaður. Hann getur spilað á vængnum en besta staða hans er í holunni. Brasilíumaðurinn Allan er 29 ára gamall og spilar á miðri miðjunni eða sem varnartengiliður. Everton would be willing to accept offers for Gylfi Sigurdsson, Theo Walcott, Bernard, Fabian Delph, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez and Muhamed Besic. (Source: The Times)#EFC pic.twitter.com/sokSJVN93L— The Gwladys Street (@TheGwladysSt) September 3, 2020 Everton mun hlusta á tilboð í Gylfa sem hefur verið orðaður við bandarísku deildina. Það er því mikið undir hjá Gylfa í byrjun tímabilsins ætli hann að spila sig inn í hlutverk hjá Everton liðinu. Gylfi er ekki sá eini sem svitnar yfir þessum fréttum frá Paul Joyce. Theo Walcott, Fabian Delph og Bernard eru allir til sölu sem og þeir Mohamed Besic, Sandro Ramírez og Yannick Bolasie sem hafa verið lengi á leiðinni í burtu frá Everton. Carlo Ancelotti spilaði oftast með tvo miðjumenn í leikkerfinu 4-4-2 á síðustu leiktíð og áttu þeir báðir að halda stöðu. Ancelotti gæti skipt í 4-2-3-1 til að koma þriðja miðjumanninum inn en það er ljóst að það verða margir um hituna hjá Everton á komandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson valdi það að æfa með Everton í stað þess að koma til móts við íslenska landsliðið og missir því að leikjunum við England og Belgíu. Gylfi þarf að sýna sig og sanna fyrir knattspyrnustjóranum Carli Ancelotti sem ætlar sér að dæla miðjumönnum inn í leikmannahópinn á næstunni. Það er því ljóst að samkeppnin á miðju Everton liðsins mun líta allt öðruvísi út eftir nokkra daga en hún var á síðustu leiktíð. Gylfi fékk mikið að spila undir stjórn Ancelotti á síðustu leiktíð en ítalski stjórinn færði Gylfa aftur á móti mun aftar á völlinn. Fabrizio Romano, sem er oftast á undan með fréttirnar, segir frá því að Everton sé að vinna að því að fá þrjá leikmenn á næstu dögum. Everton updates. #EFC- The board is planning medicals for Allan [done deal].- Last details completed and green light arrived from Real Madrid for James Rodriguez, confirmed and here-we-go! - Talks progressing with Watford to sign also Doucouré [personal terms agreed].— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2020 Paul Joyce hjá enska blaðinu The Times hefur líka heimildir fyrir því að þessir þrír miðjumenn séu á leiðinni á Goodison Park. Leikmennirnir sem um ræðir eru Abdoulaye Doucouré, sem kemur frá Watford, James Rodríguez sem kemur frá Real Madrid og Allan sem kemur frá Napoli á Ítalíu en þeir eru allir sagði kosta um tuttugu milljónir punda. Frakkinn Abdoulaye Doucouré er 27 ára gamall og hans besta staða er á miðri miðjunni þótt hann geti bæði spilað framar og aftar. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er 29 ára gamall og spilar sem sóknarmiðjumaður. Hann getur spilað á vængnum en besta staða hans er í holunni. Brasilíumaðurinn Allan er 29 ára gamall og spilar á miðri miðjunni eða sem varnartengiliður. Everton would be willing to accept offers for Gylfi Sigurdsson, Theo Walcott, Bernard, Fabian Delph, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez and Muhamed Besic. (Source: The Times)#EFC pic.twitter.com/sokSJVN93L— The Gwladys Street (@TheGwladysSt) September 3, 2020 Everton mun hlusta á tilboð í Gylfa sem hefur verið orðaður við bandarísku deildina. Það er því mikið undir hjá Gylfa í byrjun tímabilsins ætli hann að spila sig inn í hlutverk hjá Everton liðinu. Gylfi er ekki sá eini sem svitnar yfir þessum fréttum frá Paul Joyce. Theo Walcott, Fabian Delph og Bernard eru allir til sölu sem og þeir Mohamed Besic, Sandro Ramírez og Yannick Bolasie sem hafa verið lengi á leiðinni í burtu frá Everton. Carlo Ancelotti spilaði oftast með tvo miðjumenn í leikkerfinu 4-4-2 á síðustu leiktíð og áttu þeir báðir að halda stöðu. Ancelotti gæti skipt í 4-2-3-1 til að koma þriðja miðjumanninum inn en það er ljóst að það verða margir um hituna hjá Everton á komandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Sjá meira