Erlent

Reiðu­búin að fara í stjórnar­and­stöðu eftir 30 ára valda­tíð

Atli Ísleifsson skrifar
Milo Djukanovic hefur gegnt embætti forseta Svartfjallalands frá árinu 2018.
Milo Djukanovic hefur gegnt embætti forseta Svartfjallalands frá árinu 2018. AP

Lýðræðislegi sósíalistaflokkurinn í Svartfjallalandi (DPS) er reiðubúinn að fara í stjórnarandstöðu eftir að hafa verið við völd í landinu í um þrjátíu ár. Það sé þó háð því að þrír núverandi stjórnarandstöðuflokkar nái saman um myndun nýrrar samsteypustjórnar.

Þetta segir Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands, en þingkosningar fóru fram í landinu á sunnudag.

„Við erum reiðubúin að samþykkja úrslit kosninganna og vera sterkasti flokkurinn í stjórnarandstöðu. En við verðum að sjá til hvort að þriggjaflokkabandalagið geti myndað ríkisstjórn,“ sagði Djukanovic.

Allt frá stofnun DPS árið 1991 hefur flokkurinn alltaf borið sigur úr býtum í þingkosningum í landinu, þó að það hafi stundum falið í sér að hann hafi þurft að starfa með smærri flokkur til að ná meirihluta á þinginu.

Flokkurinn beið þó nokkurn ósigur í þingkosningum sunnudagsins og fékk um 35 prósent atkvæða. Þrír flokkar eða bandalög, sem hafa verið í stjórnarandstöðu, reyna nú að ná saman um myndun nýrrar samsteypustjórnar, en saman eru þeir með 41 þingsæti af 81.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×