Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2020 19:15 Í skriflegu svari frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að verið sé að flýta skoðun þeirra sýna sem í úrtakinu eru. Vísir/Sigurjón Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. Krabbameinsfélagið vill ekki svara því hvort mistökin megi öll rekja til sama starfsmanns. Verið er að endurskoða um sex þúsund sýni eftir að frumubreytingar í leghálssýni konu um fimmtugt fundust ekki við skoðun árið 2018. Konan hefur nú greinst með ólæknandi krabbamein. Í skriflegu svari frá Krabbameinsfélaginu segir að verið sé flýta skoðun þeirra 6000 sýna sem eru í úrtakinu og kalla inn konur sem þörf er á að skoða aftur. Verið sé að kalla inn auka starfsfólk. Þá segir að fjöldi kvenna hafi haft samband við leitarstöðina síðustu daga. Málið hafi vakið upp ótta meðal marga en ekki sé ástæða til að allar konur sem komið hafi í skimun að undanförnu þurfi að óttast slíkt. Krabbameinsfélagið harmi málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft. Ekki fengust svör við því hvort mistökin megi öll rekja til eins starfsmanns. Heimildir fréttastofu herma að starfsmaðurinn sem greindi sýni fimmtugu konunnar hafi að minnsta kosti skoðað nokkur sýni þeirra þrjátíu kvenna sem kallaðar hafa verið inn aftur. Þá hefur Krabbameinsfélagið ekki vilja gefa upp hvort um ræði mistök í skráningu eða rangan úrlestur. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. Krabbameinsfélagið vill ekki svara því hvort mistökin megi öll rekja til sama starfsmanns. Verið er að endurskoða um sex þúsund sýni eftir að frumubreytingar í leghálssýni konu um fimmtugt fundust ekki við skoðun árið 2018. Konan hefur nú greinst með ólæknandi krabbamein. Í skriflegu svari frá Krabbameinsfélaginu segir að verið sé flýta skoðun þeirra 6000 sýna sem eru í úrtakinu og kalla inn konur sem þörf er á að skoða aftur. Verið sé að kalla inn auka starfsfólk. Þá segir að fjöldi kvenna hafi haft samband við leitarstöðina síðustu daga. Málið hafi vakið upp ótta meðal marga en ekki sé ástæða til að allar konur sem komið hafi í skimun að undanförnu þurfi að óttast slíkt. Krabbameinsfélagið harmi málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft. Ekki fengust svör við því hvort mistökin megi öll rekja til eins starfsmanns. Heimildir fréttastofu herma að starfsmaðurinn sem greindi sýni fimmtugu konunnar hafi að minnsta kosti skoðað nokkur sýni þeirra þrjátíu kvenna sem kallaðar hafa verið inn aftur. Þá hefur Krabbameinsfélagið ekki vilja gefa upp hvort um ræði mistök í skráningu eða rangan úrlestur.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31
Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46
Minnst þrjátíu konur fengið ranga niðurstöðu hjá Krabbameinsfélaginu Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands árið 2018. Félagið vinnur nú að því að endurskoða um 6000 leghálssýni. 1. september 2020 18:49