Vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetnir hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2020 18:53 Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Í dómnum segir að þetta eigi sérstaklega við þegar horft sé til þess að almennir hjúkrunarfræðingar séu gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá séu þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum. Afar erfitt sé að henda reiður á nákvæmlega hversu mikið hallar á hjúkrunarfræðinga meðal annars vegna þess að mjög skortir á að til staðar séu samanburðarhæf gögn sem unnt er að draga ályktanir af um launakjör mismunandi starfshópa og virði starfa þeirra, segir í dómnum. Þá eru einnig borin saman meðaldagvinnulaun félagsmanna í nokkrum stéttarfélögum háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2015 til fyrstu mánaða 2020. Sá samanburður sýnir að meðaldagvinnulaun félagsmanna stéttarfélaga voru á bilinu 4-27 prósentum hærri en meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga árið 2015 en á bilinu 2 – 19 prósentum hærri á fyrri hluta árs 2020. Þessi samanburður sýnir einnig sterkt samband á milli meðaldagvinnulauna og kynjahlutfalls í stéttarfélagi. Eftir því sem fleiri karlar tilheyri stéttarfélagi, því hærri eru meðaldagvinnulaunin. Þar eru hjúkrunarfræðingar, sem er almennt talin kvennastétt, með lægstu meðaldagvinnulaunin en þeir sem tilheyra tæknifræðingafélagi Íslands, KTFÍ, með hæstu meðaldagvinnulaunin. „Hvort það er í samræmi við mat á virði starfa eða ábyrgð og álag liggur ekki fyrir,“ segir í gerðardómi. Formaður Félags hjúkrunarfræðingar segir til skoðunar hvort brugðist verði við þessu. „Ég þarf að skoða það, ég þarf að klára að lesa gögnin og fara yfir þau. Síðan sjáum við hvað setur,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH. Tengdar fréttir Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Í gerðardómi í deilu Félags hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið kemur fram að vísbendingar séu um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar. Í dómnum segir að þetta eigi sérstaklega við þegar horft sé til þess að almennir hjúkrunarfræðingar séu gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá séu þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum. Afar erfitt sé að henda reiður á nákvæmlega hversu mikið hallar á hjúkrunarfræðinga meðal annars vegna þess að mjög skortir á að til staðar séu samanburðarhæf gögn sem unnt er að draga ályktanir af um launakjör mismunandi starfshópa og virði starfa þeirra, segir í dómnum. Þá eru einnig borin saman meðaldagvinnulaun félagsmanna í nokkrum stéttarfélögum háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2015 til fyrstu mánaða 2020. Sá samanburður sýnir að meðaldagvinnulaun félagsmanna stéttarfélaga voru á bilinu 4-27 prósentum hærri en meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga árið 2015 en á bilinu 2 – 19 prósentum hærri á fyrri hluta árs 2020. Þessi samanburður sýnir einnig sterkt samband á milli meðaldagvinnulauna og kynjahlutfalls í stéttarfélagi. Eftir því sem fleiri karlar tilheyri stéttarfélagi, því hærri eru meðaldagvinnulaunin. Þar eru hjúkrunarfræðingar, sem er almennt talin kvennastétt, með lægstu meðaldagvinnulaunin en þeir sem tilheyra tæknifræðingafélagi Íslands, KTFÍ, með hæstu meðaldagvinnulaunin. „Hvort það er í samræmi við mat á virði starfa eða ábyrgð og álag liggur ekki fyrir,“ segir í gerðardómi. Formaður Félags hjúkrunarfræðingar segir til skoðunar hvort brugðist verði við þessu. „Ég þarf að skoða það, ég þarf að klára að lesa gögnin og fara yfir þau. Síðan sjáum við hvað setur,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH.
Tengdar fréttir Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27 Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Óljóst hve mikið launin hækka Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. 1. september 2020 16:27
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59