Óljóst hve mikið launin hækka Kolbeinn Tumi Daðason og Birgir Olgeirsson skrifa 1. september 2020 16:27 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan.
Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59