Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 18:15 Króatinn knái er farinn frá Katalóníu. David Ramos/Getty Images Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Sjá meira
Miklar hræringar eru í leikmannahópi spænska knattspyrnuliðsins Barcelona þessa dagana og ljóst að félagið mun mæta með breytt lið til leiks er spænska úrvalsdeildin fer af stað í haust. Hvort Lionel Messi verði enn leikmaður Börsunga á eftir að koma í ljós en króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić verður það allavega ekki. Hann var í dag seldur til Sevilla sem er sama lið og Barcelona keypti hann frá í júní 2014. These moments, we shall never forget! Thank you, @ivanrakitic pic.twitter.com/qAzdZHbhno— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Sevilla vann Evrópudeildina á dögunum og stefna eflaust á gott gengi í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hinn 32 ára gamli Króati mun án vafa styrkja liðið en hann vann alls 13 titla með Barcelona. Varð liðið fjórum sinnum Spánarmeistari með hann innanborðs sem og hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu árið 2015. Raunar var Rakitić meira en bara hluti af liðinu, hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri gegn Juventus það árið. Alls skoraði Rakitić 35 mörk í 310 leikjum fyrir Barcelona. Arguably the greatest @ivanrakitic goal ever. pic.twitter.com/hKLRUH7VOQ— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2020 Króatinn átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Börsunga og því greiðir Sevilla aðeins eina og hálfa milljón evra fyrir hann. Verðið gæti þó hækkað þar sem alls eru níu milljónir bundnar við árangur Rakitić hjá Sevilla. Hvort það sé eingöngu bundið við næsta tímabil kemur hvergi fram. Rakitić skrifaði undir fjögurra ára samning við Sevilla. Rakitić verður eflaust í liði Sevilla sem mætir Cadiz á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni þann 27. september næstkomandi. Er það fyrsti deildarleikur liðsins á komandi leiktíð en liðið fær lengra sumarfrí en önnur lið sökum þess hve langt það komst í Evrópudeildinni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Sjá meira