Innlent

Ráð­herra heim­sækir Suður­nesin vegna á­standsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Félagsmálaráðherra mun heimsækja Suðurnes öðru hvoru megin við helgina til að fara yfir stöðuna í þeim landshluta vegna mikils atvinnuleysis. 17 prósent eru án atvinnu á Suðurnesjum og nær fimmti hver atvinnulaus í Reykjanesbæ. 

Hefur kórónuveirufaraldurinn bitnað hvað harðast á þessum landshluta. Margir íbúa starfa á Keflavíkurflugvelli þar sem fjölda hefur verið sagt upp síðustu daga.

„Ég er að undirbúa að heimsækja Reykjanesbæ öðru hvoru megina við helgina. Ég ætla að funda með forsvarsmönnum sveitarfélaga og Vinnumálastofnunar á svæðinu og stærri atvinnurekendum. Með í för verða starfsmenn ráðuneytisins og Vinnumálastofnunar,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.

Verður farið í þessa heimsókn til að meta þörfina á frekari vinnumarkaðsaðgerðum á svæðinu.

„Og þar er fyrsta skrefið að hitta heimamenn og ræða við þá um stöðuna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×