Milljón Rússar hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 11:43 Heilbrigðisstarfsmenn flytja manneskju á sjúkrahús í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20
Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01
Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03