Verðandi leikmaður Man. Utd. er tengdasonur Dennis Bergkamp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 13:00 Donny van de Beek og Estelle Bergkamp eru par. getty/Kristy Sparow Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Donny van de Beek verði leikmaður Manchester United. Talið er að félagið greiði Ajax 40 milljónir punda fyrir hollenska landsliðsmanninn. Tengdapabbi Van de Beek er mikil hetja hjá Arsenal, svo mikil að það er stytta af honum fyrir utan Emirates, heimavöll Arsenal. Þetta er Dennis Bergkamp sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Arsenal. Styttan af Dennis Bergkamp fyrir utan Emirates, heimavöll Arsenal.getty/Julian Finney Bergkamp þjálfaði Van de Beek í unglingaakademíu Ajax og tengsl þeirra urðu svo enn nánari þegar Van de Beek byrjaði með dóttur Bergkamps, Estelle. Van de Beek hefur leikið með Ajax allan sinn feril. Hann varð tvöfaldur meistari með liðinu tímabilið 2018-19. Þá komst Ajax einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið tapaði naumlega fyrir Tottenham. Talið er að Van de Beek muni leika í treyju númer 34 hjá United til heiðurs besta vini sínum, Abdelhak Nouri, sem fékk hjartaáfall í æfingaleik með Ajax fyrir þremur árum og varð fyrir alvarlegum heilaskaða. Nouri lék í treyju númer 34 hjá Ajax. Van de Beek, sem er 23 ára, hefur leikið tíu leiki fyrir hollenska landsliðið og er í hollenska hópnum sem mætir Póllandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni í þessum mánuði. Enski boltinn Hollenski boltinn Tengdar fréttir Van de Beek sagður í læknisskoðun í Manchester Donny Van de Beek, miðjumaður Ajax, er sagður vera í Manchester þar sem hann er sagður í læknisskoðun hjá Man. United. 31. ágúst 2020 18:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Donny van de Beek verði leikmaður Manchester United. Talið er að félagið greiði Ajax 40 milljónir punda fyrir hollenska landsliðsmanninn. Tengdapabbi Van de Beek er mikil hetja hjá Arsenal, svo mikil að það er stytta af honum fyrir utan Emirates, heimavöll Arsenal. Þetta er Dennis Bergkamp sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Arsenal. Styttan af Dennis Bergkamp fyrir utan Emirates, heimavöll Arsenal.getty/Julian Finney Bergkamp þjálfaði Van de Beek í unglingaakademíu Ajax og tengsl þeirra urðu svo enn nánari þegar Van de Beek byrjaði með dóttur Bergkamps, Estelle. Van de Beek hefur leikið með Ajax allan sinn feril. Hann varð tvöfaldur meistari með liðinu tímabilið 2018-19. Þá komst Ajax einnig í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið tapaði naumlega fyrir Tottenham. Talið er að Van de Beek muni leika í treyju númer 34 hjá United til heiðurs besta vini sínum, Abdelhak Nouri, sem fékk hjartaáfall í æfingaleik með Ajax fyrir þremur árum og varð fyrir alvarlegum heilaskaða. Nouri lék í treyju númer 34 hjá Ajax. Van de Beek, sem er 23 ára, hefur leikið tíu leiki fyrir hollenska landsliðið og er í hollenska hópnum sem mætir Póllandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni í þessum mánuði.
Enski boltinn Hollenski boltinn Tengdar fréttir Van de Beek sagður í læknisskoðun í Manchester Donny Van de Beek, miðjumaður Ajax, er sagður vera í Manchester þar sem hann er sagður í læknisskoðun hjá Man. United. 31. ágúst 2020 18:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Van de Beek sagður í læknisskoðun í Manchester Donny Van de Beek, miðjumaður Ajax, er sagður vera í Manchester þar sem hann er sagður í læknisskoðun hjá Man. United. 31. ágúst 2020 18:15