Bára um Söru: „Hún rís alltaf upp í mótlæti“ Anton Ingi Leifsson skrifar 31. ágúst 2020 23:00 Sara Björk fyrir leikinn í gær. vísir/getty Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. Sara Björk varð í gær annar Íslendingurinn til þess að næla sér í gullverðlaun í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen varð Evrópumeistari með Barcelona tímabilið 2008/2009. Helena Ólafsdóttir, Bára og Margrét Lára Viðarsdóttir greindu leikinn niður í þaula eftir leikinn í gær og þær glöddust eðlilega með Hafnfirðingnum. „Þetta er hennar saga. Hún rís alltaf upp í mótlæti og alls staðar sem hún hefur fengið séns þá grípur hún hann,“ sagði Bára. „Hún kemur sextán ára inn í A-landsliðið. Hún hefur alltaf fest sig í sessi mjög fljótlega,“ bætti Margrét Lára við og hélt áfram. „Ég held að hún hafi verið einn eða tvo leiki á varamannabekknum hjá íslenska landsliðinu áður en hún vann sér sæti í byrjunarliðinu.“ Margrét Lára segir að þó að þetta sé frábært afrek sé Sara Björk einfaldlega þannig að hún muni finna sér ný og háleitari markmið eftir því sem dögunum líður. „Hún mun lifa vel og lengi með þessu. Maður veit þó hvernig hún virkar og hún vaknar eftir tvo til þrjá daga og fer að finna sér ný markmið. Hún er bara þannig. Finnur sér næstu áskorun og vill meira. Hún vill alltaf meira.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Söru Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00 Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. Sara Björk varð í gær annar Íslendingurinn til þess að næla sér í gullverðlaun í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen varð Evrópumeistari með Barcelona tímabilið 2008/2009. Helena Ólafsdóttir, Bára og Margrét Lára Viðarsdóttir greindu leikinn niður í þaula eftir leikinn í gær og þær glöddust eðlilega með Hafnfirðingnum. „Þetta er hennar saga. Hún rís alltaf upp í mótlæti og alls staðar sem hún hefur fengið séns þá grípur hún hann,“ sagði Bára. „Hún kemur sextán ára inn í A-landsliðið. Hún hefur alltaf fest sig í sessi mjög fljótlega,“ bætti Margrét Lára við og hélt áfram. „Ég held að hún hafi verið einn eða tvo leiki á varamannabekknum hjá íslenska landsliðinu áður en hún vann sér sæti í byrjunarliðinu.“ Margrét Lára segir að þó að þetta sé frábært afrek sé Sara Björk einfaldlega þannig að hún muni finna sér ný og háleitari markmið eftir því sem dögunum líður. „Hún mun lifa vel og lengi með þessu. Maður veit þó hvernig hún virkar og hún vaknar eftir tvo til þrjá daga og fer að finna sér ný markmið. Hún er bara þannig. Finnur sér næstu áskorun og vill meira. Hún vill alltaf meira.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Söru
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00 Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00
Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00
„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30
Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30
Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00