Erlent

Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Lögreglan í Portland sést hér halda í Chandler Pappas en hann var með Aaron Jay Danielson þegar hann var skotinn til bana í Portland um helgina. Myndin er tekin skömmu eftir skotárásina.
Lögreglan í Portland sést hér halda í Chandler Pappas en hann var með Aaron Jay Danielson þegar hann var skotinn til bana í Portland um helgina. Myndin er tekin skömmu eftir skotárásina. Getty/Nathan Howard

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvor öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist.

Trump kennir Demókrötum sem stjórna Portland, þar á meðal borgarstjóranum Ted Wheeler, um ástandið.

Segir Trump að borgarstjórinn hafi kallað dauða og eyðileggingu yfir borgina vegna þess að hann hafi ekki brugðist af nógu mikilli hörku við mótmælunum sem staðið hafa yfir í borginni síðustu mánuði.

Biden segir á móti að Trump sé með orðum sínum og aðgerðum að hleypa öllu í bál og brand og beinlínis hvetja til ofbeldis á meðal deiluaðila. Borgarstjóri Portland sakar forsetann um slíkt hið sama.

„Það sem Bandaríkin þurfa er að þú hættir,“ sagði Wheeler meðal annars um Trump í gær.

Mótmælin gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum hafa verið einna háværust í Portland í allt sumar en síðustu daga hafa stuðningsmenn Trump hópað sig saman og mætt í miðborg Portland þar sem slegið hefur í brýnu milli hópanna.

Um helgina var yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, Aaron Jay Danielson, skotinn til bana en lögreglan í Portland segir ekki ljóst hvort að skotárásin tengist beint átökum á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump.


Tengdar fréttir

Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.