Hannes um Belgíu leikinn: Þetta var ákvörðun þjálfaranna Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 30. ágúst 2020 22:29 Hannes Þór Halldórsson stóð sig vel í kvöld. VÍSIR/BÁRA „Mér finnst þetta skemmtilegustu sigrarnir, fyrir mig sem markmaður. Barnings sigur, 1-0, skíta aðstæður og allt ógeðslega erfitt“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals eftir 1-0 sigurinn á HK í kvöld. „Það var mikið sparkað inn í boxið hjá okkur undir lokin og mikill léttir þegar þetta var flautað af. Þetta var karakters sigur hjá okkur, við erum að landa sigrum núna í öllum regnbogans litum. Við þurftum að skora fimm mörk í síðasta leik til að vinna þann leik þegar við, vörnin og ég áttum off dag,“ sagði Hannes sem vitnar þá í 4-5 sigur Vals á KR í síðasta leik. HK sótti grimmt undir lok leiks og sköpuðu hættu inn í teignum hjá Hannesi sem sagði að það hafi aðeins reynt á þá á loka mínútunum. „Það gerist alltaf sjálfkrafa að liðið sem er undir fer að sækja meira. Þá bara skelltum við í lás og vorum þéttir, það féll líka aðeins með okkur.“ Hannes hélt hreinu í dag og gerir það vonandi í næsta leik líka en sá leikur er á Laugardalsvelli þegar Ísland mætir Englandi. „Nú er bara að snúa sér að því verkefni, ég hef ekki pælt mikið í því hingað til en stór og mikill leikur. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni.“ Valur krafðist þess að fá frestun á leikjunum eftir landsleikjahlé ef Hannes Þór færi til Belgíu svo sameiginleg niðurstaða var sú að hann færi ekki með landsliðinu í síðari leikinn gegn Belgíu ytra. Hannes virðir þessa ákvörðun. „Auðvitað hefði verið gaman að fara til Belgíu og spila. Þetta var bara ákvörðun sem var tekin milli þjálfaranna hér og landsliðsþjálfara og kannski er þetta bara skynsamlegasta niðurstaðan,“ sagði Hannes Þór að lokum. Pepsi Max-deild karla Þjóðadeild UEFA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - HK 1-0 | Valur jók forystuna Topplið Vals hefur aukið forystuna á toppi Pepsi Max deildarinnar. Nú eru þeir með sjö stiga forskot eftir hörkuleik gegn HK. 30. ágúst 2020 21:30 Þrír leikmenn landsliðsins fara ekki með til Belgíu: Valsmenn settu pressu á KSÍ KSÍ hefði þurft að fresta tveimur leikjum Vals í Pepsi Max deildinni ef Hannes Þór Halldórsson átti að geta spilað Þjóðadeildarleikinn út í Belgíu. 28. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
„Mér finnst þetta skemmtilegustu sigrarnir, fyrir mig sem markmaður. Barnings sigur, 1-0, skíta aðstæður og allt ógeðslega erfitt“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals eftir 1-0 sigurinn á HK í kvöld. „Það var mikið sparkað inn í boxið hjá okkur undir lokin og mikill léttir þegar þetta var flautað af. Þetta var karakters sigur hjá okkur, við erum að landa sigrum núna í öllum regnbogans litum. Við þurftum að skora fimm mörk í síðasta leik til að vinna þann leik þegar við, vörnin og ég áttum off dag,“ sagði Hannes sem vitnar þá í 4-5 sigur Vals á KR í síðasta leik. HK sótti grimmt undir lok leiks og sköpuðu hættu inn í teignum hjá Hannesi sem sagði að það hafi aðeins reynt á þá á loka mínútunum. „Það gerist alltaf sjálfkrafa að liðið sem er undir fer að sækja meira. Þá bara skelltum við í lás og vorum þéttir, það féll líka aðeins með okkur.“ Hannes hélt hreinu í dag og gerir það vonandi í næsta leik líka en sá leikur er á Laugardalsvelli þegar Ísland mætir Englandi. „Nú er bara að snúa sér að því verkefni, ég hef ekki pælt mikið í því hingað til en stór og mikill leikur. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni.“ Valur krafðist þess að fá frestun á leikjunum eftir landsleikjahlé ef Hannes Þór færi til Belgíu svo sameiginleg niðurstaða var sú að hann færi ekki með landsliðinu í síðari leikinn gegn Belgíu ytra. Hannes virðir þessa ákvörðun. „Auðvitað hefði verið gaman að fara til Belgíu og spila. Þetta var bara ákvörðun sem var tekin milli þjálfaranna hér og landsliðsþjálfara og kannski er þetta bara skynsamlegasta niðurstaðan,“ sagði Hannes Þór að lokum.
Pepsi Max-deild karla Þjóðadeild UEFA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - HK 1-0 | Valur jók forystuna Topplið Vals hefur aukið forystuna á toppi Pepsi Max deildarinnar. Nú eru þeir með sjö stiga forskot eftir hörkuleik gegn HK. 30. ágúst 2020 21:30 Þrír leikmenn landsliðsins fara ekki með til Belgíu: Valsmenn settu pressu á KSÍ KSÍ hefði þurft að fresta tveimur leikjum Vals í Pepsi Max deildinni ef Hannes Þór Halldórsson átti að geta spilað Þjóðadeildarleikinn út í Belgíu. 28. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Umfjöllun: Valur - HK 1-0 | Valur jók forystuna Topplið Vals hefur aukið forystuna á toppi Pepsi Max deildarinnar. Nú eru þeir með sjö stiga forskot eftir hörkuleik gegn HK. 30. ágúst 2020 21:30
Þrír leikmenn landsliðsins fara ekki með til Belgíu: Valsmenn settu pressu á KSÍ KSÍ hefði þurft að fresta tveimur leikjum Vals í Pepsi Max deildinni ef Hannes Þór Halldórsson átti að geta spilað Þjóðadeildarleikinn út í Belgíu. 28. ágúst 2020 13:40