Enski boltinn

Leeds búið að ganga frá kaupum á tveimur nýjum leikmönnum

Ísak Hallmundarson skrifar
Rodrigo er annar þeirra leikmanna sem Leeds tilkynnti í dag.
Rodrigo er annar þeirra leikmanna sem Leeds tilkynnti í dag. getty/David Aliaga

Leeds United er byrjað að styrkja sig fyrir komandi átök í deild þeirra bestu á Englandi. Liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik eftir sextán ára fjarveru og ætlar að festa sig í sessi þar.

Hinn 29 ára gamli Spánverji, Rodrigo Moreno, kemur til liðsins frá Valencia þar sem hann hefur leikið síðustu fimm ár. Hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu Leeds og kostaði liðið 27 milljónir punda.

Liðið gekk einnig frá kaupum á Robin Koch frá Freiburg í dag. Koch er 24 ára miðvörður og var kaupverðið á honum 15 milljónir evra. Hann á að baki tvo A-landsliðsleiki fyrir Þýskaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×