Enski boltinn

Gylfi og James Rodrigu­ez að verða sam­herjar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodriguez virðist vera á leið burt frá Real.
Rodriguez virðist vera á leið burt frá Real. vísir/getty

Everton virðist vera ná að krækja í James Rodriguez, miðjumann Real Madrid, en enskir miðlar greina frá þessu.

Þeir segja frá því að Everton hafi náð samkomulagi við Rodriguez um kaup og kjör og nú á Everton bara eftir að semja við Real.

Rodriguez hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hjá Real Madrid og var lánaður til Bayern Munchen á árunum 2017 til 2019.

Hann spilaði ekki nema átta leiki með Real Madrid á síðustu leiktíð og vill ólmur komast aftur á skrið og spila reglulega.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, og James unnu saman hjá Real Madrid á árunum 2014 til 2015 og var Ancelotti m.a. stjóri Real þegar Kólumbíumaðurinn var keyptur.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið afar vel á undirbúningstímabilinu en James spilar reglulega sem fremsti miðjumaður eða vængmaður.

Enska úrvalsdeildin hefst um miðjan september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×