Samstaða innan ríkisstjórnar um lokun landsins Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2020 15:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira