FC Ísland fékk peppræðu frá Röggu Gísla: Allt í hausnum en ekki í bumbunni á ykkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 17:00 Ragga Gísla hélt alvöru ræðu. Skjámynd/S2 Annar þátturinn af FC Ísland var sýndur á Stöð 2 í gær en þar fylgjumst við með mörgum af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands ferðast um allt land og skora á knattspyrnulið í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Í þætti tvö er komið að leik FC Íslands á móti ÍA eins og áður eru mótherjarnir fyrrverandi knattspyrnumenn af þeim stað sem spilar er á. Lið FC Ísland hafði farið í sneypuför til Vestmannaeyja í fyrsta leik og það þurfti að gera breytingar. Ragnheiður Gísladóttir söngkonan peppaði strákana fyrir leikinn á móti ÍA en þjálfarinn Tómas Ingi Tómasson tók út leikbann í leiknum eftir rautt spjald í Eyjum. „Það var óvænt atvik sem átti sér stað þegar það var keyrt í veg fyrir okkur,“ sagði Bjarnólfur Lárusson en rúta strákanna var stoppuð áður en þeir komu í Hvalfjarðargöngin. „Svo labbar Ragga Gísla inn í rútu til okkar og tekur þessa peppræðu sem við þurftum svo sannarlega á að halda eftir Eyjaleikinn,“ sagði Bjarnólfur. „Strákar, fyrirgefið. Ég verð bara að koma með nokkra punkta hérna. Ekki hugsa um Eyjaleikinn í síðustu viku. Þetta var bara skítaleikur en í kvöld er gigg með nýjum leik og þið eruð að fara að vinna þennan leik,“ sagði Ragga Gísla. „Þetta er allt í hausnum á ykkur en ekki í bumbunni og hliðarkekkjunum. Þið eruð sigurvegarar,“ sagði Ragga Gísla. Logi Ólafsson kom inn hjá FH-ingum í Pepsi Max deildinni í sumar en áður hafði hann komið inn og tekið við þjálfun FC Ísland í þessum leik upp á Skaga. Tómas Ingi kemur síðan úr banni í næsta leik á eftir. Hver leikur er eins og áður sagði styrktarleikur fyrir málefni í hverju sveitarfélagi og að þessu sinni var safnað fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar. Klippa: Peppræða Röggu Gísla - FC Ísland Minningarsjóður Lovísu Hrundar Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl síðastliðinn í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, aðeins 17 ára gömul. Minningarsjóður Lovísu Hrundar Kennitala: 490813-0200 Reikningur: 552-14-408000 Sýna minna Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Annar þátturinn af FC Ísland var sýndur á Stöð 2 í gær en þar fylgjumst við með mörgum af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands ferðast um allt land og skora á knattspyrnulið í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Í þætti tvö er komið að leik FC Íslands á móti ÍA eins og áður eru mótherjarnir fyrrverandi knattspyrnumenn af þeim stað sem spilar er á. Lið FC Ísland hafði farið í sneypuför til Vestmannaeyja í fyrsta leik og það þurfti að gera breytingar. Ragnheiður Gísladóttir söngkonan peppaði strákana fyrir leikinn á móti ÍA en þjálfarinn Tómas Ingi Tómasson tók út leikbann í leiknum eftir rautt spjald í Eyjum. „Það var óvænt atvik sem átti sér stað þegar það var keyrt í veg fyrir okkur,“ sagði Bjarnólfur Lárusson en rúta strákanna var stoppuð áður en þeir komu í Hvalfjarðargöngin. „Svo labbar Ragga Gísla inn í rútu til okkar og tekur þessa peppræðu sem við þurftum svo sannarlega á að halda eftir Eyjaleikinn,“ sagði Bjarnólfur. „Strákar, fyrirgefið. Ég verð bara að koma með nokkra punkta hérna. Ekki hugsa um Eyjaleikinn í síðustu viku. Þetta var bara skítaleikur en í kvöld er gigg með nýjum leik og þið eruð að fara að vinna þennan leik,“ sagði Ragga Gísla. „Þetta er allt í hausnum á ykkur en ekki í bumbunni og hliðarkekkjunum. Þið eruð sigurvegarar,“ sagði Ragga Gísla. Logi Ólafsson kom inn hjá FH-ingum í Pepsi Max deildinni í sumar en áður hafði hann komið inn og tekið við þjálfun FC Ísland í þessum leik upp á Skaga. Tómas Ingi kemur síðan úr banni í næsta leik á eftir. Hver leikur er eins og áður sagði styrktarleikur fyrir málefni í hverju sveitarfélagi og að þessu sinni var safnað fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar. Klippa: Peppræða Röggu Gísla - FC Ísland Minningarsjóður Lovísu Hrundar Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl síðastliðinn í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, aðeins 17 ára gömul. Minningarsjóður Lovísu Hrundar Kennitala: 490813-0200 Reikningur: 552-14-408000 Sýna minna
Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira