FC Ísland fékk peppræðu frá Röggu Gísla: Allt í hausnum en ekki í bumbunni á ykkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 17:00 Ragga Gísla hélt alvöru ræðu. Skjámynd/S2 Annar þátturinn af FC Ísland var sýndur á Stöð 2 í gær en þar fylgjumst við með mörgum af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands ferðast um allt land og skora á knattspyrnulið í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Í þætti tvö er komið að leik FC Íslands á móti ÍA eins og áður eru mótherjarnir fyrrverandi knattspyrnumenn af þeim stað sem spilar er á. Lið FC Ísland hafði farið í sneypuför til Vestmannaeyja í fyrsta leik og það þurfti að gera breytingar. Ragnheiður Gísladóttir söngkonan peppaði strákana fyrir leikinn á móti ÍA en þjálfarinn Tómas Ingi Tómasson tók út leikbann í leiknum eftir rautt spjald í Eyjum. „Það var óvænt atvik sem átti sér stað þegar það var keyrt í veg fyrir okkur,“ sagði Bjarnólfur Lárusson en rúta strákanna var stoppuð áður en þeir komu í Hvalfjarðargöngin. „Svo labbar Ragga Gísla inn í rútu til okkar og tekur þessa peppræðu sem við þurftum svo sannarlega á að halda eftir Eyjaleikinn,“ sagði Bjarnólfur. „Strákar, fyrirgefið. Ég verð bara að koma með nokkra punkta hérna. Ekki hugsa um Eyjaleikinn í síðustu viku. Þetta var bara skítaleikur en í kvöld er gigg með nýjum leik og þið eruð að fara að vinna þennan leik,“ sagði Ragga Gísla. „Þetta er allt í hausnum á ykkur en ekki í bumbunni og hliðarkekkjunum. Þið eruð sigurvegarar,“ sagði Ragga Gísla. Logi Ólafsson kom inn hjá FH-ingum í Pepsi Max deildinni í sumar en áður hafði hann komið inn og tekið við þjálfun FC Ísland í þessum leik upp á Skaga. Tómas Ingi kemur síðan úr banni í næsta leik á eftir. Hver leikur er eins og áður sagði styrktarleikur fyrir málefni í hverju sveitarfélagi og að þessu sinni var safnað fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar. Klippa: Peppræða Röggu Gísla - FC Ísland Minningarsjóður Lovísu Hrundar Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl síðastliðinn í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, aðeins 17 ára gömul. Minningarsjóður Lovísu Hrundar Kennitala: 490813-0200 Reikningur: 552-14-408000 Sýna minna Fótbolti Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Annar þátturinn af FC Ísland var sýndur á Stöð 2 í gær en þar fylgjumst við með mörgum af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands ferðast um allt land og skora á knattspyrnulið í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Í þætti tvö er komið að leik FC Íslands á móti ÍA eins og áður eru mótherjarnir fyrrverandi knattspyrnumenn af þeim stað sem spilar er á. Lið FC Ísland hafði farið í sneypuför til Vestmannaeyja í fyrsta leik og það þurfti að gera breytingar. Ragnheiður Gísladóttir söngkonan peppaði strákana fyrir leikinn á móti ÍA en þjálfarinn Tómas Ingi Tómasson tók út leikbann í leiknum eftir rautt spjald í Eyjum. „Það var óvænt atvik sem átti sér stað þegar það var keyrt í veg fyrir okkur,“ sagði Bjarnólfur Lárusson en rúta strákanna var stoppuð áður en þeir komu í Hvalfjarðargöngin. „Svo labbar Ragga Gísla inn í rútu til okkar og tekur þessa peppræðu sem við þurftum svo sannarlega á að halda eftir Eyjaleikinn,“ sagði Bjarnólfur. „Strákar, fyrirgefið. Ég verð bara að koma með nokkra punkta hérna. Ekki hugsa um Eyjaleikinn í síðustu viku. Þetta var bara skítaleikur en í kvöld er gigg með nýjum leik og þið eruð að fara að vinna þennan leik,“ sagði Ragga Gísla. „Þetta er allt í hausnum á ykkur en ekki í bumbunni og hliðarkekkjunum. Þið eruð sigurvegarar,“ sagði Ragga Gísla. Logi Ólafsson kom inn hjá FH-ingum í Pepsi Max deildinni í sumar en áður hafði hann komið inn og tekið við þjálfun FC Ísland í þessum leik upp á Skaga. Tómas Ingi kemur síðan úr banni í næsta leik á eftir. Hver leikur er eins og áður sagði styrktarleikur fyrir málefni í hverju sveitarfélagi og að þessu sinni var safnað fyrir Minningarsjóð Lovísu Hrundar. Klippa: Peppræða Röggu Gísla - FC Ísland Minningarsjóður Lovísu Hrundar Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl síðastliðinn í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi. Drukkinn ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt keyrði í veg fyrir hana með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, aðeins 17 ára gömul. Minningarsjóður Lovísu Hrundar Kennitala: 490813-0200 Reikningur: 552-14-408000 Sýna minna
Fótbolti Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira