Bjóða fría gistingu fyrir alla starfsmenn Landspítalans og þríeykið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 12:30 Hótel Laki er í Skaftárhreppi rétt við Kirkjubæjarklaustur. Einkasafn Öllu starfsfólki Landspítalans með sínum mökum verður boðið upp á fría gistingu á Hótel Laka rétt við Kirkjubæjarklaustur í sumar, eða rúmlega fimm þúsund starfsmönnum spítalans. Þríeykinu verður líka boðið, eða þeim Víði, Þórlófi og Ölmu, með sínum mökum. Hótel Laki er staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er 80 herbergi. Hótel Laki er fjölskyldu fyrirtæki þar sem Eva Björk Harðardóttir er hótelstjóri. Hún segir að boðið til starfsfólks Landspítalans og þríeykisins sé vegna kórónuveirunnar, fólkið eigið skilið gott frí og slökun fyrir frábært starf, Hótel Laki vilji leggja þar sitt af mörkum. „Við sitjum uppi með hálf tómt hótel eins og flestir ferðaþjónustuaðilar á landinu og ákváðum að reyna að horfa á þetta sem tækifæri og þakka einhverjum fyrir vel unnin störf. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert og þá datt okkur í hug vegna mikils álags starfsfólks Landspítalans og þríeykinu okkar fræga að bjóða frí herbergi fyrir þennan hóp í sumar,“ segir Eva Björk. „Ég veit að það eru í margir í sömu stöðu og við að hafa eitthvað að bjóða og geta þannig þakkað fyrir. Við erum í þessari aðstöðu núna og datt í hug að í staðinn fyrir að sitja uppi með tómt hótel og einhvern fastan kostnað að bjóða það sem við getum og við ákváðum að taka Landspítalann og þríeykið út fyrir sviga og þakka fyrir með þessu móti,“ bætir Eva Björk við. Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og einn af eigendum hótelsins.EinkasafnEva Björk segir að það sé mikið af náttúruperlum í næsta nágrenni við hótelið og víða sé hægt að fara í skemmtilega afþreyingu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ákveði starfsmenn Landspítalans og þríeykið að koma á Hótel Laka frítt í sumar. „Þetta er kannski skref í þá átt að biðja fólk um að nýta þjónustuna úti á landi og stíga þannig í ístaðið með þessari stóru atvinnugrein, sem á undir högg að sækja. Ég á von að boði okkar verði vel tekið og að starfsfólkið og makar þeirra nýti sér tilboðið og heimsæki Suðurland. Það eru nú þegar farnar að koma einhverjar hringingar og við erum farin að taka niður einhverjar bókanir. Ég vil bara hvetja fólk til að heyra í okkur, það er nóg af lausum herbergjum,“ segir Eva Björk. Á hótelinu eru 80 herbergi, sem starfsfólk Landsspítalans og makar þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra geta fengiði að gista frítt í vegna álagsins á starfsfólkið vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Öllu starfsfólki Landspítalans með sínum mökum verður boðið upp á fría gistingu á Hótel Laka rétt við Kirkjubæjarklaustur í sumar, eða rúmlega fimm þúsund starfsmönnum spítalans. Þríeykinu verður líka boðið, eða þeim Víði, Þórlófi og Ölmu, með sínum mökum. Hótel Laki er staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er 80 herbergi. Hótel Laki er fjölskyldu fyrirtæki þar sem Eva Björk Harðardóttir er hótelstjóri. Hún segir að boðið til starfsfólks Landspítalans og þríeykisins sé vegna kórónuveirunnar, fólkið eigið skilið gott frí og slökun fyrir frábært starf, Hótel Laki vilji leggja þar sitt af mörkum. „Við sitjum uppi með hálf tómt hótel eins og flestir ferðaþjónustuaðilar á landinu og ákváðum að reyna að horfa á þetta sem tækifæri og þakka einhverjum fyrir vel unnin störf. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert og þá datt okkur í hug vegna mikils álags starfsfólks Landspítalans og þríeykinu okkar fræga að bjóða frí herbergi fyrir þennan hóp í sumar,“ segir Eva Björk. „Ég veit að það eru í margir í sömu stöðu og við að hafa eitthvað að bjóða og geta þannig þakkað fyrir. Við erum í þessari aðstöðu núna og datt í hug að í staðinn fyrir að sitja uppi með tómt hótel og einhvern fastan kostnað að bjóða það sem við getum og við ákváðum að taka Landspítalann og þríeykið út fyrir sviga og þakka fyrir með þessu móti,“ bætir Eva Björk við. Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og einn af eigendum hótelsins.EinkasafnEva Björk segir að það sé mikið af náttúruperlum í næsta nágrenni við hótelið og víða sé hægt að fara í skemmtilega afþreyingu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ákveði starfsmenn Landspítalans og þríeykið að koma á Hótel Laka frítt í sumar. „Þetta er kannski skref í þá átt að biðja fólk um að nýta þjónustuna úti á landi og stíga þannig í ístaðið með þessari stóru atvinnugrein, sem á undir högg að sækja. Ég á von að boði okkar verði vel tekið og að starfsfólkið og makar þeirra nýti sér tilboðið og heimsæki Suðurland. Það eru nú þegar farnar að koma einhverjar hringingar og við erum farin að taka niður einhverjar bókanir. Ég vil bara hvetja fólk til að heyra í okkur, það er nóg af lausum herbergjum,“ segir Eva Björk. Á hótelinu eru 80 herbergi, sem starfsfólk Landsspítalans og makar þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra geta fengiði að gista frítt í vegna álagsins á starfsfólkið vegna kórónuveirunnar.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira