Innlent

Flestar á­bendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar

Sylvía Hall skrifar
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan

Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins.

Hann segir í flestum tilvikum ábendingarnar ekki vera á rökum reistar. Þó séu dæmi um það að fólk hafi brotið gegn sóttkví og þá hefur verið gerð skýrsla og málin í farvegi hjá lögreglunni.

Brot gegn sóttkvíarskyldu geta varðað allt að 250 þúsund króna sekt samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra sem tóku gildi fyrr í mánuðinum.

Vegna þess gríðarlega fjölda sem er í sóttkví gengur erfiðlega að hafa eftirlit og ljóst að ekki sé hægt að fylgjast með öllum. 1.072 eru nú í sóttkví og fjölgaði þeim um 82 milli sólarhringa.

Að sögn Rögnvalds er lögð áhersla á það að kynna gildandi reglur fyrir fólki við landamæraskimun. Fólki er gert ljóst að það megi búast við því að lögregla hafi samband til þess að ganga úr skugga um að það sé á þeim dvalarstað sem það gaf upp.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×