Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 13:40 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mikilvægt sé að hækka atvinnuleysisbætur á tímum efnahagsþrenginga. Hún segir útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast meira á næstu mánuðum en fjölgun starfa. Vísir/vilhelm Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“ Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“
Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07
Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05