Ekki mælt með að ráðherrar taki þátt í samstarfi við einkaaðila Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 17:27 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57
Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01