Ekki mælt með að ráðherrar taki þátt í samstarfi við einkaaðila Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 17:27 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57
Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01